Europen Rural Parliament -http://www.erp2022.eu
Fundur fólksins í Norræna húsinu 3-4. september 2021
Landsbyggðin lifi- LBL tók þátt í Fundi fólksins föstudaginn 3/9 og laugardaginn 4/9. Við vorum með erindi um Evrópskt dreifbýlisþing ungs fólks föstudaginn kl. 13:00 í Alvar salnum. Á laugardag kl. 14:00 í Grósku sagði Ómar Ragnarsson, f.v fréttamaður, frá upplifun sinni af dreifbýlisþingum sem hann tók þátt í árin 2015, 2017 og 2019. Hægt er að hluta á erindið … Read More
Verkefnið #VISIONS x CHANCES
Landsbyggðin lifi tekur þátt í verkefninu #VISIONS x CHANCES með VIPA – SK sem er dreifbýlisþing Slóvakíu. Verkefnið beinist að ungu fólki sem er að ljúka eða hefur nýlega lokið framhaldsskólanámi. Reynslan í Slóvakíu er að framtíðarsýn ungmenna á svæðum sem standa höllum fæti er oft undir áhrifum frá eldri kynslóðinni sem er föst í gömlu fari fyrri stjórnarhátta. Markmið … Read More
Yfirlýsing um mannréttindi
Landsbyggðin lifi er aðili að ERCA – The European Rural Community Alliance sendir frá sér yfirlýsingu til stuðnings íbúum Úkraníu.
Aðlögun flóttamanna
Sigríður Hrönn Pálmadóttir mætti fyrir hönd Landsbyggðin lifi á ráðstefnu um aðlögun flóttamanna sem haldin var í Kaupmannahöfn 20. nóvember 2018. Hér kemur greinagerð sem hún skrifaði eftir ráðstefnuna. Mjög athyglisverðar niðurstöður sem koma fram. Lesa frétt í pdf hér.
Our civic heritage
Verkefnið Our Civic Heritage “Samfélagasleg arfleið okkar” er með facebook síðu sem gaman er að skoða.civic
Evrópska dreifbýlisþingið 2019
Í byrjun nóvember 2019 var Evrópaska dreifbýlisþingið – European Rural Parliament – ERP 219 haldið í Candás á norður Spáni. Frá Landsbyggðin lifi – LBL mættu fimm fulltrúar sem tóku þátt í hinum ýmsu málþingum auk þess að kynna bæði samtökin og landið okkur. Hér má nálgast bæði myndir og fróðleik frá þinginu.