Byggðastefna

Byggðastefna er ekki skrifuð fyrir dreifbýlið á Íslandi heldur landið allt og þá sem byggja landið. Íbúar þurfa að vita að hverju þeir ganga þegar valin er búseta og jafnvel fjárfest til framtíðar. Því er nauðsynlegt að byggðastefna sé skrifuð af íbúunum sjálfum og taki ekki breytingum eftir pólitískum sveiflum.