Landsbyggðin lifi er aðilar að samtökunum Hela Norden ska leva, sem leggur áherslu á tengslanet á Norðurlöndum. Reglulega eru haldin dreifbýlisþing, og hafa fulltrúar frá LBL sótt mörg þeirra auk þess sem fulltrúar frá HNSL hafa sótt dreifbýlisþing hérlendis.
Hefur Landsbyggðin lifi tekið þátt í nokkrum samstarfsverkefnum í gegnum það samstarf og eru í dag að vinna að verkefni sem kallast Our Civic Heritage sem fjallar um að kynna bestu verkefni eru grasrótin er að vinna að.
Signs goes North er verkefninu er lokið en það gekk út á að nýta skilti borga til að efla aðlögun innflytjenda á Íslandi, Danmörk, Svíþjóð og Hollandi.
Fulltrúar LBL hafa einnig sótt dreifbýlisþing á vegum samtakanna European Rural Parliament, sem tilheyrir samtökum Evrópskra dreifbýlissvæða. Síðasta þing á vegum þeirra var haldið á Spáni, 6-9 nóvember 2019.