Skipulag íbúasamtaka

Íbúasamtök er hugtak sem nær yfir ýmsar gerðir af samtökum áhugafólks sem beina athyglinni að búsetuskilyrðum, umhverfi (samfélagi) og velfarnaði íbúa á landfræðilega afmörkuðu svæði.

Einhver slík félög skortir dálítinn innblástur og skipulag fyrir starf sitt til að marka sér sess og taka á sameiginlegum áskorunum, sem þeim mæta, þannig að komi öllum til góða. Þetta hefti flytur tillögu, fyrir þróunarhóp félaganna, að aðferð til að þróa verkefni (áskoranir) yfir í lausnir. Kaflinn á blaðsíðu 1-6 greinir í stuttu máli frá hvernig hefja á vinnuna en á blaðsíðu 7-10 er fengist við áætlanagerð og framkvæmd áætlana. Stundum er leiðin löng, í öðrum tilfellum verður að finna aðrar leiðir. Byrjað er á rissi og nokkur orð tengd við hvern efnisþátt. Þetta verður samt að skoðast í samhengi, „allt er hvað öðru háð“.