Starfið

Verkefni samtakanna Landsbyggðin lifi er mjög fjölbreytt og skemmtilegt.

Áhersla er lögð á að tengja fólk saman og hjálpast að við að mynda sterk heildarsamtök, samstarfsvettvang fyrir einstaklinga og hvers konar óháð áhugamannafélög sem hafa það á stefnuskrá sinni að styrkja og efla heimabyggð sína og stuðla þannig að samstiga þróun byggðamála um land allt bæði efnahags- og menningarlega.

Samtökin taka þátt í verkefnum með öðrum erlendum samtökum og fara fulltrúar LBL reglulega á dreifbýlisþing sem haldin eru víða um Evrópu.