Aðalfundir

Aðalfundur samtakanna Landsbyggðin lifi, 2019,

haldinn í Gerðubergi, Reykjavík, sunnudaginn 20. október kl. 10:00

7 manns mættir

 

Dagskrá: Formaður, Björgvin Hjörleifsson

 1. Kosning fundarstjóra: Björgvin Hjörleifsson skipaður.
 2. Kosning ritara: Vigfús Ingvar Ingvarsson og Þórdís Hjálmarsdóttir, skipuð.
 3. Kosning kjörbréfanefndar: Stefanía Gísladóttir og Sigríður Svavarsdóttir samþykktar samhljóða í þessa nefnd. Nefndin hefur störf.
 4. Dagskrá lögð fram og kynnt.
 5. Inntaka nýrra félaga: Inga Rós Gunnarsdóttir, tekin inn í samtökin.
 6. Kjörbréf afgreidd: Kjörgengi allra 7 á fundinum samþykkt samhljóða.
 7. Skýrsla stjórnar flutt og rædd: Björgvin Hjörleifsson flutti skýrsluna.

Ýmislegt í skýrslunni var rætt nokkuð jafnóðum og hún var flutt. Guðrún greindi frá því að sömu málefnin brynnu oftast á alls staðar, þ.e. menntamál, heilbrigðismál og samgöngumál. Björgvin nefnir að skólar og eldri borgarar geti unnið saman með góðum árangri. Börn gætu t.d. kennt eldra fólki á netið.

Sigríður og Stefanía funduðu í síðustu viku með Ásdísi og Berglindi. Sótt var um styrk til félagsmálaráðuneytisins. Stefnt er á málþing eftir ár með Norræna félaginu.

Fram kom að við þurfum að kynna okkur stefnu stjórnvalda í umhverfismálum fyrir þingið á Spáni.

Sveinn lét í ljósi nokkra svartsýni á stöðu samtakanna nú. Höfum ekki náð að mynda sterka hreyfingu. Höfum ekki megnað að leggja félögunum á landsbyggðinni lið, undanfarin ár – þau skipta öllu máli. Allmiklar umræður urðu um þarfir og stefnu LBL. Minnt á mikilvæga þætti eins og þegar Ómar kom málefnum strandhéraða inn í samþykkt ERP-þingsins í Austurríki. Vigfús nefndi mikilvægi þess að ná inn í landið upplýsingum erlendis frá um dreifbýlismál. Þau Guðrún, Ómar, Sigríður, Stefanía og Vigfús verða á ERP-þinginu á Spáni í nóvember. Stefanía gat um hugmynd um dreifbýlisþing Norðurlanda.

Fram kom að  verið er að ganga frá þýðingu texta Skiltabókarinnar á ensku. Mikilvægt að benda á að myndbandið á að vera á heimasíðu okkar.

 1. Reikningar með áritun skoðunarmanna lagðir fram.
 2. Fjárhagsáætlun (Rekstraráætlun) 2020 kynnt: Guðrún Gísladóttir.
 3. Reikningar skýrðir, ræddir og afgreiddir: Guðrún Gísladóttir kynnir þá. Getur þess að það hafi láðst að innheimta félagsgjöld. Fríða Vala hefur fengið fjármagn frá ráðuneyti í áhugavert skólaverkefni en niðurstöður lítið kynntir. Erlendu samstarfsverkin hafa haldið LBL uppi síðustu árin, ekki aðeins fjárhagslega. Reikningar og fjárhagsáætlunin samþykkt samhljóða.
 4. Lagabreyting: Stjórn samtakanna, Landsbyggðin lifi, leggur til eftirfarandi lagabreytingu: 7. gr. Aðalfundur og ákvarðanataka

Aðalfundur samtakanna er haldinn fyrir lok október ár hvert.

Lögð er til eftirfarandi breyting:

 1. gr. Aðalfundur og ákvarðanataka

Aðalfund samtakanna skal halda, annað hvert ár, fyrir lok nóvember.

Breytingin samþykkt samhljóða.

 1. Skýrslur frá aðildarfélögum teknar fyrir og kynntar.* Stefanía sagði frá Framfarafélagi Öxarfjarðar sem hefur verið lítið virkt nema í verkefninu Brothættar byggðir sem Framfarafélagið kom til leiðar á sínum tíma. Ekki nýlega fundur í Framfarafélagi Dalvíkurbyggðar, segir Björgvin. Lokið hefur verið að byggja göngubrú yfir Svarvaðardalsá. Vel heppnaður borgarafundur með frambjóðendum í Dalvíkurbyggð fyrir síðustu kosningar. Vigfús sagði ekki mikið að frétta af Framfarafélagi Fljótsdalshéraðs en grænmetisverkefnið að skila sér áfram.

Björgvin o.fl. ræddu um að sjálfboðavinna sé á undanhaldi sérstaklega á meðal hámenntaðra taldi hann. Sjá hins vegar skýrslu á HNSL segir Stefanía. Láglaunafólk oft ekki með tíma til að sinna öðru en lífsbaráttunni.

 1. Stefnumörkun LBL fyrir 2020 rædd. Sveinn Jónsson spurði m.a. um það hvernig við gætum fengið unga fólkið í lið með okkur. Þarf áherslu á unglingana og eiturlyfjavandann. Forvarnir mikilvægar. Umhyggja með skólabörnum áður en vandinn er orðinn alvarlegur. Aðrir tóku undir að þetta væri hrikaleg vá.

Farið var yfir Stefnumörkunina. Þurfum að koma greinargerðum eða pistlum í fjölmiðla – hvað með Bændablaðið? Væri t.d. hægt að koma þar á framfæri efni af erlendum þingum? Smávægilegar breytingar gerðar á stefnumörkuninni.

 1. Kosning stjórnar og varamanna. Stjórn og varamenn endurkjörin. Hana skipa, Aðalstjórn: Björgvin Hjörleifsson, Dalvík, Guðrún T. Gísladóttir, Reykjavík, Helga Guðný Kristinsdóttir, Súgandafirði, Ómar Ragnarsson, Reykjavík, Sigríður Svavarsdóttir, Reykjavík, Stefanía Gísladóttir, Reykjavík og Vigfús Ingvar Ingvarsson, Egilsstöðum.

Varastjórn: Þórdís Hjálmarsdóttir, Dalvík, Pétur Guðvarðsson, Egilsstöðum, Þórarinn Lárusson, Egilsstöðum, Ragnar Stefánsson, Dalvík /Reykjavík og Jón Halldórsson, Dalvík.

 1. Kosning skoðunarmanna reikninga, varamanns og uppstillingarnefndar: Jón Halldórsson kjörin skoðunarmaður í stað Sveins Jónssonar, sem baðst undan endurkjöri og Þórdís Hjálmarsdóttir – annað óbreytt. Í uppstillingarnefnd voru kjörin þau Stefanía Gísladóttir, Pétur Guðvarðsson og Ragnar Stefánsson.
 2. Ákvörðun árgjalds fyrir næsta starfsár. Stjórn ákveði árgjald – samþykkt kr. 3.500,-
 3. .Önnur mál: Sveinn: Meira gagn að því að ná einum manni úr eiturlyfjum en að fara á margar erlendar ráðstefnur. Best að leggja áherslu á fá mál. Björgvin: „Trappa“ með kennsluráðgjöf um allt land.

Sveinn: Áhersla á að rækta er mikilvæg í landi okkar– t.d. hamp, sbr. nú í Gautavík. Sveinn reyndi þetta með góðum árangri. Sbr. skýrslu frá Möðruvöllum.

Þangvinnsla einnig nefnd. Dóttir Sveins, Erla Gerður, að byggja upp Heilsuborg. Kannski hægt að gera til bréfpoka úr hálmi og sandi? Björgvin.

Fundi slitið kl. rúmlega 14

Vigfús Ingvar Ingvarsson, fundarritari

Undirskriftir aðalstjórnarmanna:

 

_ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _

Björgvin Hjörleifsson,Formaður  Dalvík             Kennitala

 

_ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _

Guðrún T. Gísladóttir,Varaformaður  Reykjavík           Kennitala

 

_ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _

Helga Guðný Kristinsdóttir,   Súgandafirði        Kennitala

 

_ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _

Ómar Ragnarsson,   Reykjavík                           Kennitala

 

_ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _

Sigríður Svavarsdóttir,  Gjaldkeri  Reykjavík    Kennitala

 

_ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _

Stefanía Gísladóttir,   Reykjavík                         Kennitala

 

_ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _

Vigfús Ingvar Ingvarsson, Ritari  Egilsstöðum  Kennitala