Markmið HNSL er að vera tengslanet á Norðurlöndum til að efla staðbundna þróun svæða með því að skiptast á reynslu og þekkingu. Einnig að efla norrænt samstarf, sértaklega landsbyggðanna. 

Fundir HNSL eru tveir á ári. Vorfundur er haldinn til skiptis í löndunum.

Fyrir LBL skiptir miklu að í  gegnum þetta samstarf höfum við tekið þátt í nokkrum samstarfsverkefnum og erum í dag að vinna að verkefni sem kallast Signs goes North og gengur út á að nýta skilti borga til að efla aðlögun innflytjenda á Íslandi, Danmörk, Svíþjóð og Hollandi.