Eflum byggð um land allt

Landsbyggðin lifi
Hreyfing fólks á Íslandi sem vill örva og efla byggð um land allt.

SAMTÖKIN

Landsbyggðin lifi

Hreyfing fólks á Íslandi sem vill örva og efla byggð um land allt.

Áhersla er lögð á að tengja fólk saman og hjálpast að við að mynda sterk heildarsamtök, samstarfsvettvang fyrir einstaklinga og hvers konar óháð áhugamannafélög sem hafa það á stefnuskrá sinni að styrkja og efla heimabyggð sína og stuðla þannig að samstiga þróun byggðamála um land allt bæði efnahags- og menningarlega.

FRÉTTIR

Fréttir af starfinu

Yfirlýsing um mannréttindi.

Landsbyggðin lifi er aðili að ERCA – The European Rural Community Alliance sendir frá sér yfirlýsingu til stuðnings íbúum Úkraníu.

Fundur fólksins í Norræna húsinu 3-4. september 2021

Landsbyggðin lifi- LBL tók þátt í Fundi fólksins föstudaginn 3/9 og laugardaginn 4/9.
Við vorum með erindi um Evrópskt dreifbýlisþing ungs fólks föstudaginn kl. 13:00 í Alvar salnum.
Á laugardag kl. 14:00 í Grósku sagði Ómar Ragnarsson, f.v  fréttamaður,  frá upplifun sinni af dreifbýlisþingum sem hann tók þátt í árin 2015, 2017 og 2019.  Hægt er að hluta á erindið hans hér ef það byrjar á mínútur 3:19:38
Landsbyggðin lifi- LBL tók þátt í Fundi fólksins föstudaginn 3/9 og laugardaginn 4/9.
Við vorum með erindi um Evrópskt dreifbýlisþing ungs fólks föstudaginn kl. 13:00 í Alvar salnum.
Á laugardag kl. 14:00 í Grósku sagði Ómar Ragnarsson, f.v  fréttamaður,  frá upplifun sinni af dreifbýlisþingum sem hann tók þátt í árin 2015, 2017 og 2019.  Hægt er að hluta á erindið hans sem byrjar á mínútur 3:19:38

Aðalfundur Landsbyggðin lifi 2021

Aðalfundarboð 2021

Aðalfundur Landsbyggðin lifi – LBL verður haldinn  fimmtudaginn 23. september  í gegnum netfund, klukkan 19:30. Þeir sem hafa hug á að taka þátt eru vinsamlegast beðnir um að senda línu á netfangið: [email protected]. Eins er hægt að skrá sig í gegnum viðburð á Facebook. 

 Venjuleg aðalfundarstörf.

Önnur mál

——–

Allir velkomnir, sjáumst sem flest!

 Stjórn LBL

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Verkefnið #VISIONS x CHANCES

Landsbyggðin lifi tekur þátt í verkefninu  #VISIONS x CHANCES með VIPA – SK sem er dreifbýlisþing Slóvakíu. Verkefnið beinist að ungu fólki sem er að ljúka eða hefur nýlega lokið framhaldsskólanámi.
Reynslan í Slóvakíu er að framtíðarsýn ungmenna á svæðum sem standa höllum fæti er oft undir áhrifum frá eldri kynslóðinni sem er föst í gömlu fari fyrri stjórnarhátta. Markmið samstarfsins er að fá fólk frá samtökunum, Landsbyggðin lifi, til að fara yfir hvernig hægt er að styrkja ungt fólk og breyta viðhorfi þess til þátttöku í ákvarðanatöku og stefnumótunarferlum. Til stóð að taka þátt í dreifbýlisþinginu í október 2020 en vegna Covid-19 mun þátttaka LBL verða rafræn.
Á seinni stigum verkefnisins mun hópur frá Slóvakíu koma til Íslands þar sem haldið verður málþing um möguleika ungs fólks til að afla sér þekkingar á samstarfi við sveitarfélag og stofnanir sem sinna nýsköpun og byggðaþróun. Einnig verður framhaldsskóli heimsóttur þar sem báðir aðilar ræða tækifæri og hlutverk ungs fólks á landsbyggðinni og síðast en ekki síst verður komið á framtíðarsambandi á milli ungs fólks á Íslandi og í Slóvakíu.

Heimasíða VIPA – SK

https://www.vipa.sk/web_files/2020/9/t_2424.png

Verkefnið er styrkt af Active citizens fund

Evrópaska dreifbýlisþingið 2019

Í byrjun nóvember 2019 var Evrópaska dreifbýlisþingið – European Rural Parliament – ERP 219 haldið í Candás á norður Spáni. Frá Landsbyggðin lifi – LBL mættu fimm fulltrúar sem tóku þátt í hinum ýmsu málþingum auk þess að kynna bæði samtökin og landið okkur. Hér má nálgast bæði myndir og fróðleik frá þinginu.

Frá setningu þingsins
Bás LBL á þinginu

Ljósmyndir frá starfinu

Ljósmyndir

MYNDIR FRÁ INNLENDU SAMSTARFI

 

MYNDIR FRÁ ERLENDU SAMSTARFI

 

LANDSBYGGÐARMYNDIR

 

LANDSBYGGÐIN LIFI

Hafðu samband

LANDSBYGGÐIN LIFI 

kt. 590701-2540