Eflum byggð um land allt

Landsbyggðin lifi
Hreyfing fólks á Íslandi sem vill örva og efla byggð um land allt.

SAMTÖKIN

Landsbyggðin lifi

Hreyfing fólks á Íslandi sem vill örva og efla byggð um land allt.

Áhersla er lögð á að tengja fólk saman og hjálpast að við að mynda sterk heildarsamtök, samstarfsvettvang fyrir einstaklinga og hvers konar óháð áhugamannafélög sem hafa það á stefnuskrá sinni að styrkja og efla heimabyggð sína og stuðla þannig að samstiga þróun byggðamála um land allt bæði efnahags- og menningarlega.

FRÉTTIR

Fréttir af starfinu

LBL mætt á Lýsu

Stjórnarmenn í Landsbyggðin lifi – LBL eru á Lýsu- rokkhátið samtalsins á Akureyri. Í dag erum við búin að kynna bókina Skiltin í Reykjavík, sem er hluti af evrópsku samstarfsverkefni. Vera með málstofu í samstarfi við Norræna félagið um möguleika samstarfs frjálsra félagssamtaka.

 

 

Bókin Skiltin í Reykjavík afhent borgarstjóra

Stjórnarmenn í Landsbyggðin lifi -LBL afhentu Degi B. Eggertssyni, borgarstjóra Reykjavíkur, bókina Skiltin í Reykjavík miðvikudaginn 4. september 2019. Bókin er hluti af verkefninu Signs goes North sem samtökin taka þátt í.

European Rural Parliament

Ómar Ragnarsson, stjórnarmaður í Landsbyggðin lifi, mætti fyrir hönd samtakanna á undirbúningsfund fyrir þingið í haust.

Alls voru haldin 18 erindi um málefni dreifbýli.  Fyrir hlé hafði ekki verið minnst á strandhéruð Evrópu heldur var öll athyglin miðlæg, á landbúnað og meira að segja sérstaklega á fjallahéruð. Fulltrúi Landsbyggðin lifi notaði tækifærið og gerði athugasemd um þetta. Væntanlega dugar það til að áhersla á haf og strönd skila sér í undirbúningsferlið fyrir European Rural Parliament 2019, en það verður haldið á Spáni í nóvember.

Aðalfundur LBL 2018

Aðalfundur Landsbyggðarinnar lifi var haldinn á Egilsstöðum þann 3. nóvember 2018. Aðalfundagerðin er komin á vefinn.

Málþing um byggðamál

Í tengslum við aðalfund Landsbyggðinnar lifi og í félagi við Framfarafélag Fljótsdalshéraðs var haldið málþing um byggðamál á Hótel Héraði föstudaginn 2. nóvember 2018. Sjá auglýsingu hér.


Aðlögun flóttamanna

Sigríður Hrönn Pálmadóttir mætti fyrir hönd Landsbyggðin lifi á ráðstefnu um aðlögun flóttamanna sem haldin var í Kaupmannahöfn 20. nóvember 2018. Hér kemur greinagerð sem hún skrifaði eftir ráðstefnuna. Mjög athyglisverðar niðurstöður sem koma fram. Lesa frétt í pdf hér.

Ljósmyndir frá starfinu

Ljósmyndir

MYNDIR FRÁ INNLENDU SAMSTARFI

 

MYNDIR FRÁ ERLENDU SAMSTARFI

 

LANDSBYGGÐARMYNDIR

 

LANDSBYGGÐIN LIFI

Hafðu samband

LANDSBYGGÐIN LIFI 

kt. 590701-2540