Netkönnun um búsetuskilyrði ungs fólks. Verkefnið var unnið í samstarfi við Rannsóknamiðstöð Háskólans á Akureyri.
Markmiðið var að afla gagna um viðhorf ungs fólks til búsetuskilyrða almennt. Spurningalisti var saminn af sérfræðingum RHA í samráði við forsvarsmenn samtakanna og ákveðið að framkvæma netkönnun. Landsbyggðin lifi sá um að afla netfanga fyrir könnunina í gegnum tengslanet sitt og fengið var samþykki viðkomandi við því að senda könnun á uppgefið netfang. Við öflun netfanga var miðað við að viðkomandi væri á aldrinum 18-35 ára og búsett/ur á landsbyggðinni eða hefði rætur þar.