Mættir: Sigríður Svavarsdóttir, Stefanía Gísladóttir, Hildur Þórðardóttir, Vigfús Ingvar Ingvarsson, Þórarinn Lárusson og Helga Guðný Kristjánsdóttir.
Dagskrá:
Vindmyllur: Nú er opið fyrir umsagnir um vindmyllur í samráðsgátt og greinargerðir m.a. komnar þar inn. Um er að ræða 10 svæði. Þetta er margbrotið mál. Þyrftum að setja okkur meira inn í þetta.
Hugmynd um greinarskrif – beint til Hildar.
Bréfið frá Renötu: Um er að ræða áform um spil sem byggir á heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna – sjálfbærni þar á meðal. Hugsanlega tölvuleikur sem væri dýrari (þyrfti sérhæfðara starfsfólk) en borðspil einfaldara og nær til fleiri hópa. Þá mætti jafnvel halda kostnaði niðri með þeim möguleika að fólk geti sjálft prentað út spjaldið og þyrfti þá ekkert að greiða en rétt að hafa einhver útprentuð. En styrkurinn ætti að duga fyrir prentun nokkurra borðspila þar sem við tökum okkur ekki laun. Spurning um hvort styrkumsókn yrði í okkar nafni. Virðist áhugavert verkefni. Samþykkt að Stefanía og Hildur fái leyfi til að fylgja þessu eftir.
„Finnska verkefnið“ Coming, Living, Staying (Koma, búa, setjast að í dreifbýli Evrópu): Okkur vantar enn þá samstarfsfélaga, hér á landi, í þetta verkefni, framfarafélög eða íbúafélög.
Stefanía og Hildur voru á netfundi með fólki um þetta sameiginlega verkefni. Þurfa að ræða við framkvæmdanefndina á mánudaginn hvort við eigum að bera ábyrgð á verkefninu.
Þórarinn vekur máls á bréfi Hildar til Framfarafélags Fljótsdalshéraðs um mögulega samvinnu við fólk í Möðrudal um þetta verkefni. Þótt félagið sé ekki mikið virkt er kannski hægt að ná fólki saman um eitthvert slíkt verkefni. Stefanía og Hildur funduðu með Elísabetu Svövu Kristjánsdóttur í Möðrudal í desember, en hún er félagi í Framfarafélaginu. Gæti Framfarafélagið staðið að baki Möðrudælingum og jafnvel endurnýjað sig um leið? Þarf að skoða eystra – beint til Vigfúsar (og Þórarins) að láta reyna á hvort hægt sé að efla Framfarafélagið.
Sveitarfélög og almenningssamgöngur: Stefanía fékk svör frá Vegagerðinni um ábyrgð hennar á almenningssamgöngum. Svarað að Vegagerðin beri ábyrgð á að samgöngur séu að og frá sveitarfélaginu (t.d. rúta og flug til Húsavíkur) en ekki öðru. Mál til að ræða og fylgja eftir.
Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 21:20.
Vigfús Ingvar Ingvarsson ritaði.