September 2021

landlif2022FréttirLeave a Comment

Símafundur samtakanna Landsbyggðin lifi, 7. sept. ´21, kl. 20:30

Mættir: Stefanía, Sigríður, Guðrún, Vigfús, Þórdís og Björgvin, Ómar og Helga. Fundurinn var í tali og mynd í gegnum messenger.

Sagt frá Fundi fólksins:

Ómar sagði frá Evrópsku dreifbýlisþingunum og mikilvægi þeirra gagnvart veldinu í Brussel. Þar væri vel að málum unnið og lærdómsríkt að kynnast því starfi. Ólíkir þingstaðir í Austurríki, Hollandi og á Spáni. Líkt og á Íslandi í Candás (Norður-Spáni) – engin útgerð í þessum fyrrum útgerðarbæ. Ómar spjallið í um 15. mín og sýndi svo myndiband sem við vorum með í Candás en þar voru umhverfismálin komin vel á dagskrá.  Hægt er að rækta á þökum í borgum. Orkuskipti eru nauðsynleg. Ný sýn kynnt frá Íslandi – bráðnum jökla eykur á eldgos sem geta valið miklum usla vítt og breitt um jörðina. Í Venhorst (Hollandi) rak eftirlaunafólk búðina í þorpinu.  Hægt er að hlusta á erindi Ómars.

Talað hefur verið um að hafa Evrópsku þingin á hverju ári en niðurstaðan var annað hvert ár.

Erfitt var að fá áheyrendur á Fundi fólksins vegna annarrar áhugaverðrar dagskrár á sama tíma. Erfiðara að skipuleggja þetta núna vegna Covid.  Fólk kom ekki inn af götunni í Norræna húsið eins í Hofi á Akureyri.

Þær systur, Stefanía og Guðrún ásamt Sigríði kynntu Evrópuþing unga fólksins.  Sigríður dró inn ráðherrana, Lilju, Áslaugu sem áttu þarna leið um.

Stefanía og Sigríður ásamt Ásdísi hjá Norræna félaginu kynntu verkefni um að taka ábyrgð á eigin heilsu.

Skýrsla sem nefnist: Drög að stefnu um heilbrigðisþjónustu aldraðra samin af Halldóri S. Guðmundssyni kom út á heppilegum tíma á vegum Heilbrigðisráðuneytisins. Við og Norræna félagið að vinna að verkefninu:  Af stað, aftur og aftur

Margir góðir fyrirlestrar t.d. um hringrásarhagkerfið.

Björgvin: „Þið talið um að fundarstaðurinn hafi ekki verið eins hentugur og nyrðra. Minna samtal á milli fólks – engir básar – ekki allt undir sama þaki.“ Covid hafði einhver áhrif á fyrirkomulagið.

Stefanía og Sigríður stefna austur um þarnæstu helgi austur –  gisting bókuð 16, 17, og 18. á Djúpavogi.

Stefanía er búin að bóka flug til Dublin vegna fundar þar 21. og 22. október. Hagstæðar að dvelja aukadag fyrir og eftir fundinn sem er vegna verkefnisins um samfélagslega arfleifð (Our Civic Heritage). Vigfús fer væntanlega einnig. Finna þarf ódýrara hótel.

Undirbúningur aðalfundar:

Búið að auglýsa hann á fésbók og heimasíðu. Getum við fundað í gegnum viðburð?  Gætum boðið fólki í kringum okkur. Fundurinn verður fimmtudaginn 23. sept. kl. 19:30. Hægt er að prufukeyra slíkan viðburðarfund jafnvel á morgun.

Dagskrá þarf að vera klár.  Hvað með uppstillingarnefnd? Stefanía, Pétur Guðvarðarson og Ragnar Stefánsson.

Björgvin bendir á umræðu um Akureyri sem „dvergborg“ sem þjónustaði umhverfið. Eins og tekið upp úr okkar byggðastefnu. Eyjafjörður passar inn í hugtakið segir Ómar. Miðað við 15 þús. manns og 45 mínútur milli miðju og jaðars sbr. Reykjavík og Akureyri í flugi. Húsavík ekki lengur landsbyggð eftir að  göngin komu.

Vigfús og Þórdís verða með fundargerð. Finna þarf fundarstjóra. Tillaga um Helgu, Stefanía til vara.

Ekki fleira tekið fyrir. Fundi slitið kl. 20:30

Vigfús Ingvar Ingvarsson  ritaði

 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *