September 2020

landlif2022Fréttir Leave a Comment

Símafundur samtakanna Landsbyggðin lifi, 10 sept. ´20, kl. 20:30

 

Mætir: Stefanía, Guðrún, Sigríður, Vigfús, Björgvin, Þórdís og Helga. Reynt var að hafa fundinn í gegnum zoom-kerfi en fáum tókst að komast inn í það. Þá var hringt í gegnum messenger og fólk gat bæði talað og horfst í augu.

 

Stefanía greindi frá því að tímasetning væri komin á Fund fólksins sem verður í Norræna húsinu 16. og 17. október. Ekki verða básar, eins og var á Akureyri. Þurfum að gera örstutt myndband um LBL. Gætum verið með vinnustofu í hálftíma – sagt frá ERP- ráðstefnunum (European Rural Parliament) og hvaða máli þátttaka okkar í þeim hefur skipt. Nefnd vinnustofa, tengd Norræna félaginu og Farsælli öldrun.

Hverjir gætu verið þarna?  Stefanía alveg og Guðrún og Sigríður væntanlega meira eða minna. Þurfum að fá góðar myndir – t.d. frá Helgu – hvað með Ómar?

 

Stefanía og Guðrún voru sl. föstudag á netfundi með fólki í Slóvakíu –þar ytra hafði verið ákveðið að færa fundinn á Reykjavíkursvæðið. Ekki verður úr heimsóknum á milli landanna fyrr en skimun hefur verið hætt á landamærum. Líklega óvissa með tímasetningar fram eftir vetri.

Verðum að finna nýja tengiliði. Huga að stöðum með framhaldsskóla, svo sem á Akranesi, Selfossi, eða Keflavík. Þurfum 15 mín kynningu um hvaða möguleika ungt fólk hefur til að koma sér áfram í atvinnulífinu í heimahögum. Yrði að vera áhugavert og hvetjandi. Dóttir Helgu, Aldís, býr fyrir austan fjall. Miða gjarnan við 18, 19 ára unglinga. Þurfum m.a. að koma inn á möguleika fjarnáms til menntunar og atvinnusköpunar í dreifbýli.

 

Svör eru komin frá tveimur verkefnum í gegnum Lettland – höfnun í báðum tilfellum.

 

Eftir að formlegum fundi lauk kom Ómar inn og þá hringdi á alla sem komu þá aftur á skjáinn. Einnig kom Þórarinn Lárusson á þann óformlega spjallfund þar sem rakið var það helsta sem fram hafði komið á fundinum.

Fleira ekki bókað

Vigfús Ingvar Ingvarsson ritaði

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *