Símafundur samtakanna Landsbyggðin lifi, 8. okt. ´20, kl. 20:30
Mætir: Stefanía, Guðrún, Sigríður, Vigfús, Björgvin, Þórdís, Helga og Þórarinn. Fundurinn var í gegnum messenger og fólk gat bæði talað og horfst í augu.
Stefanía greindi frá því að tillaga að kynningu fyrir Fund fólksins hefði verið send á okkur og við ættum að skoða hana þótt Fundi fólksins hafi verið aflýst.
Fundur verður í næstu viku í hópnum með Norræna félaginu og Farsælli öldrun.
Sagt var að dreifbýlisþing unga fólksins í Slóvakíu verði haldið.
Greint var frá því að framhaldsskólinn á Selfossi hefði ekki talið sér fært að taka þátt í Slóvakíuverkefninu. Þær systur, Stefanía og Guðrún, munu eiga fund með skóla í Hafnarfirði um mögulega þátttöku í þessu verkefni. Við þurfum 10 mínútna kynningarmyndband um LBL, Ísland og ungt fólk fyrir Slóvakíuverkefnið. Vinnum það næstu tvær vikur. Hverjir eiga myndskeið sem gæti komið að notum – kannski Ómar?
Talað um að það þyrfti að heyra í dóttur Helgu, Aldísi, sem er með sambönd við ungt fólk m.a. fyrir austan fjall.
Ekki fleira á dagskrá fundarins
Vigfús Ingvar Ingvarsson ritaði