Símafundur samtakanna Landsbyggðin lifi, 12. nóv. ´20, kl. 20:30
Mætir: Stefanía, Guðrún, Sigríður, Vigfús, Björgvin, Þórdís, Helga og Þórarinn. Fundurinn var í gegnum messenger og fólk gat bæði talað og horfst í augu.
Stefanía greindi frá því að þær Guðrún hefðu verið á zoom-fundi með fólki í Slóvakíu vegna samvinnuverkefnisins. Einnig að samstarf væri komið á við Hamarinn, Ungmennahús Hafnarfjarðar, vegna þessa verkefnis. Myndband sem ungmennin í Hafnarfirði gerðu var sýnt á zoom-fundinum í Slóvakíu.
Verkefnið um borgaralega arfleifð okkar er að fara af stað. Vigfús ætlar að fara betur yfir þýðingu sína á kynningu þessa verkefnis. Zoom-fundur verður 10.-11. desember. Það er mjög hugmyndaríkt fólk sem vinnur að þessu og sem við þekkjum frá Signs-verkefninu.
Covid faraldurinn hefur truflað margt og gerir áfram. Fundi fólksins, sem til stóð að halda í Norræna húsinu, hefur verið aflýst. Ekki hefur verið fundur með Norræna félaginu síðan 2. september.
Við þurfum að hitta fólk hjá Norræna ráðherraráðinu þegar aðstæður leyfa.
Stefanía er með efni frá Svíþjóð, um verkefni sem tengist þjónustumiðstöðvum, sem gæti nýst okkur.
Þórarinn nefndi áhugavert verkefni sem er í gangi og snýst um að færa leikskólum í landinu lítil gróðurhús. Verið er að vinna á Reykjavíkursvæðinu um þessar mundir og mikilvægt að Reykvíkingar sýni stuðning sinn við það á netinu.
Fram kom að nú þarf meira vinnuframlag í verkefnum, sem styrkt eru af Erasmus-áætluninni, áður en greiðslur fást.
Ekki fleira tekið fyrir
Vigfús Ingvar Ingvarsson ritaði