Júní 2022

landlif2022Fréttir Leave a Comment

Símafundur Landsbyggðin lifi 9. júní 2022, kl. 20:30
Á línunni voru: Björgvin, Stefanía, Sigríður, Vigfús, Þórdís. Helga kom inn í
upphafi fundar og Guðrún síðla fundar.

Fyrst var rætt um för fólks á Evrópska dreifbýlisþingið (ERP) í Kielse í Póllandi,
12.-15. september. Verið er að ganga frá því hverjir fara héðan – væntanlega þær
systur, Stefanía og Guðrún og Sigríður og Ómar. Staðfestingu þarf að fá hjá
Bjarna Þór Haraldssyni á Egilsstöðum um hvort hann komi ekki einnig með. Farið
er að huga að flugi sem verður líklega til Varsjár degi fyrir þingið. (Hin fallega
borg, Kraká, er ívið nær Kielse).

Sagt var frá námskeiði á Spáni (um kvikun, animation) sem Stefanía og Guðrún
sóttu. Verkefni námskeiðsins reyndust beinast að heimsmarkmiðum SÞ og hvernig
hægt væri að nota hreyfimyndir til að vekja athygli á þeim. Þær unnu verkefni sem
koma væntanlega á heimasíðu okkar. Stefanía hefur haft samband við skrifstofu
SÞ vegna þessa. Þetta er áhugavert verkefni sem hægt er að tengja ýmsum
verkefnum okkar.

Fiðrildaverkefnið sem Spánverjar buðu okkur að taka þátt í hefur fengið
samþykkta fjárveitingu. Fundur verður í þessu 3 ára verkefni á Spáni í haust –
áhersla verður á Kópasker og nágrenni. Þetta tengist konum.

Sigríður segir frá hugmyndum um kynningarferð um Ísland. Eftir er að setja niður
á blað efni til að skilja eftir þar sem við hittum fólk.

Nýja heimasíðan er komin af stað og lofar góðu, gott að fá tillögur um efni sem
ætti að fara þarna inn. Einnig tillögur um efni sem við ættum að kynna á ferð
okkar um landið. Björgvin nefnir málefni eldri borgara. Flugvallarmálið í
Reykjavík er afar mikilvægt byggðamál. Þurfum að beita okkur fyrir þessu máli
sbr. stefnuyfirlýsingu okkar. Ekki er þó ljóst hvernig. Ekki er pláss á
Keflavíkurflugvelli fyrir innanlandsflugið. Flugkennslan hverfur líka með
brotthvarfi Reykjavíkurflugvallar.

Fleira ekki afgreitt á þessum stutta fundi.
Vigfús Ingvar Ingvarsson ritaði

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *