Janúar 2021

landlif2022FréttirLeave a Comment

Símafundur samtakanna Landsbyggðin lifi, 14. jan. ´21, kl. 21:15

Mætir: Stefanía, Guðrún, Sigríður, Vigfús, Björgvin, Þórdís og Ómar. Fundurinn var í gegnum messenger og flestir gátu bæði talað og horfst í augu.

  1. Sagt frá nýja „Hollenska“ verkefninu. Tveir netfundir hafa verið með leiðandi fólki erlendis. Guðrún var á þeim fyrri og Stefanía þeim síðari. Talað um þær systur og Sigríði og Vigfús sem verkefnastjóra hérlendis í þessu verkefni. Þau 4 ræddu saman á netinu þann 7. janúar.

Vigfús kynnti þetta verkefni í grófum dráttum. Hann byggði á þýðingardrögum sínum á kjarnaefni fundargerðar frá netfundi 10.-11. desember, sem fólk í Hollandi leiddi. Sjá útsent efni fyrir fundinn.

Enskt heiti verkefnisins er: OUR CIVIC HERITAGE – sem hann þýðir sem Samfélagsleg arfleifð okkar. Fram kom að við hjá LBL höfum valið okkur verkefni (a.m.k. til bráðbirgða) á sviði 1) Loftslagsvár, 2) Líkamlegrar og geðrænnar heilsu, 3) Jafnrétti og þátttöku í menntun.

Við þurfum að finna eftirtektarverð verkefni á þessum sviðum sem farin eru að bera sýnilegan (mælanlegan?) árangur. Fremur mun horft til frumkvæðis úr grasrótinni en til opinberra aðila.

  1. Rætt um möguleg verkefni: Verkefni á Djúpavogi nefnt í þessu sambandi – hæglætismataræði (cittaslow) sbr. nýlega sjónvarpsþátt. Þetta verkefni getur tengst bæði líkamlegri og andlegri heilsu og er líka innlegg í baráttu gegn loftslagsvá (minni flutningar). Því var varpað fram að Vigfús og Björgvin (sem fer brátt austur til skíðakennslu) gætu farið á Djúpavog og kynnt sér þetta betur.

Spurt var hvort við gætum fundið eitthvað sem tengist bráðnun jökla hérlendis (Hornfirðingar þekkja vel til). Ómar minnir á að lofslagsmálin hafi hvergi meiri áhrif en hérlendis. Við höfum einnig sérstöðu hvað orkumöguleika varðar en orkuskiptin hafa gengið seint. Hann minni á tilraunir sínar (Akureyrarför) með rafhjól. Bendir á mikla möguleika sem felast í þróun skiptistöðva með rafhlöður fyrir hjól eða bíla. Nóg til af myndefni um rafvæðingu samgangna. Sala á mengunarheimildum er hneyksli.

Margt er í gangi á heilsusviðinu. Nefndur þáttur með Elísabetu Konráðsdóttur í Ísland í dag. Leitun á skyndibitastöðum með heilsusamlegan mat, sbr. breskar rannsóknir á samhengi fjarlægðar frá skyndibitastöðum og offituvandamálum.

  1. Þær systur voru sem áheyrendur á netfundi ERCA (13/1), evrópskum samtökum byggðasamtaka og stofnana. Þar rætt um að virkja þurfi félagana betur. Tölvubréf hefur borist frá Kim í Finnlandi um verkefni sem við gætum sýnt á Evrópska byggðaþinginu e.t.v. í gegnum zoom.
  2. Samþykkt að Stefanía og Sigríður fari á vefnámskeið um forritið sem heimasíða okkar byggir á en mikilvægt er að einhverjir séu með góða færni í að vinna með síðuna. Þetta kostar 20 þús. á hvora. Við verðum líka að fara oft inn á síðuna og bregðast við efni þar til að halda henni virkri.
  3. Minnt á að við skulum leggja heilann í bleyti – lesa gögnin og horfa eftir verðugum verkefnum m.a. á svið jafnréttis og menntunar.

Ekki fleira tekið fyrir, fundi lokið kl. 10:30.

Vigfús Ingvar Ingvarsson ritaði

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *