Febrúar 2021

landlif2022Fréttir Leave a Comment

Símafundur samtakanna Landsbyggðin lifi, 11. feb. ´21, kl. 20:30

Mætir: Stefanía, Sigríður, Vigfús, Þórdís, Þórarinn og Helga. Fundurinn var í gegnum messenger og flestir gátu bæði talað og horfst í augu.

Farið yfir stöðu mála:

Stefanía var á netfundi, með yfir 50 erlendum samstarfsaðilum, 10/2. Þar var mikið rætt um hvernig megi virkja betur fólk í nærumhverfi sínu, ekki síst hvernig náist til ungs fólks. Almennt talið árangursríkast að setjast niður með fólki (yfir kaffibolla) og ræða við það.

Í dag voru þær systur, Stefanía og Guðrún á netfundi þar sem rætt var um verkefni í Lettlandi (var hafnað í fyrra). Sagt að við verðum ekki beinir þátttakendur í þessu verkefni en gætum stutt það með upplýsingum.

Dísa sagði frá því að búið er að samþykkja lítið Erasmus+ verkefni þar sem kennd verður aðferðafræði til að virkja fólk. Þetta mun fara fram á Spáni næsta haust og munu Dísa og Gunna vera okkar þátttakendur.

Sigríður greindi frá fundi vinnuhóps (símafundur 10/2) um verkefnið Samfélagsleg arfleifð okkar. Þar voru skráðar ýmsar hugmyndir um verkefni, m.a. um Hæglætisþorpið á Djúpavogi, hampræktun í Gautavík, verkefni Elísabetar Reynisdóttur næringarfræðings, niðurdælingu kolefnis. Við þurfum sýnileg afmörkuð verkefni á sviðum 1) heilsu, andlegri og líkamlegri, 2) jafnræði og þátttöku í menntun og 3) loftsslagsvá.

Stefanía sagðist hafa hringt í Jafnréttisstofu – þar átti að hugsa málið en bent á verkefni innflytjendakvenna. Hringdi einnig í Jöklasetrið á Hornafirði. Þar bent á Snævar Guðmundsson hjá Náttúrustofu Suðausturlands um hörfun jökla. Til stendur einnig að hafa samband við menntamálaráðuneytið vegna jafnræðismála (Guðrún).

Minnst á verkefni sem hófst á Hornafirði en hefur breiðst víða um landi og jafnvel úr landi. Þetta snýst um að búa til innkaupapoka úr gömlum bolum. Nefnd vatnsræktun á Vestfjörðum – Gunnar Jónsson í Bolungarvík. Einnig ræktunargrindur í stöllum.

Hampinn sem verið er að rækta í Gautavík má nota til margs konar framleiðslu. Því beint til Þórarins, Björgvins og Vigfúsar hvort þeir hafi tækifæri á að fara í Berufjörðinn og á Djúpavog til að kynna sér hampræktunina og hæglætismál á Djúpavogi.

Okkur vantar almennt svæðisbundin verkefni hér innanlands. Erlendis eru til verkefni sem miða að því að virkja ungt fólk. Því velt upp hvort tími sé kominn til að fara aðra hringferð um landið eins og farin var árið 2013.

Ekki hefur enn unnist tími til að sækja námskeið um heimasíðugerð.

Fundið lokið eftir 40 mínútur

Vigfús Ingvar Ingvarsson ritaði

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *