Desember 2021

landlif2022Fréttir Leave a Comment

Símafundur samtakanna Landsbyggðin lifi, 9. des. ´21, kl. 20:30 

Mættir: Stefanía, Sigríður, Guðrún, Vigfús, Þórdís og Björgvin, Ómar og Helga. Fundurinn var í tali og mynd í gegnum messenger.

Stefanía:  Við þurfum að vera vakandi fyrir Evrópska dreifbýlisþinginu sem verður í sept. í Póllandi.

Svetlana sendi bréf um að verkefni til þýðingar séu tilbúin. Við þurfum að þýða mörg skjöl en ekki stór á íslensku.

Stefanía var með Sigríði á fundi með konu hjá Kvenfélagasambandinu en hefur ekki séð svör frá henni um samstarfsmöguleika.  Þær hafa ekki hitt Ásdísi hjá Norræna félaginu nýlega.

Sigríður mun senda jólakveðju á netinu frá LBL.

Fyrri greiðsla er komin fyrir Slóvakíuverkefnið – óvíst er hvernig það kemur fjárhagslega út endanlega.

Minnst á Lettlandsverkefnið þar sem fengist er við leiðir til að virkja fólk til þátttöku í samfélagslegum verkefnum. Við höfum nokkra reynslu á þessu sviði.

Systurnar fara til Spánar í maílok á vikulangt tölvunámskeið.

15.-16. mars verður áfangafundur samfélagsverkefnisins (OCH) í Valensía á Spáni. A.m.k. Stefanía fer.

Næsti fundur verður annan fimmtudag í janúar.

                                               Fleira ekki tekið fyrir.

Vigfús Ingvar ritaði

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *