Stjórnarfundur Landsbyggðin lifi 13. apríl, 2023, kl. 21:30

Stjórnarfundur Landsbyggðin lifi 13. apríl, 2023, kl. 21:30

Á línunni voru: Stefanía, Guðrún, Sigríður, Vigfús, Ómar, Hildur Þórðardóttir. Þórdís, Björgvin og Helga

Björgvin setur fund.

Farið var yfir það helsta úr síðustu fundargerð.

Samfélagsverkefnið, OCH: Guðrún, þær systur voru að vinna að modul (kennsluáætlun) um páskana. Þarf líklega að þýða öll modulin (einingarnar) sem eru um tugur. Við eigum eftir að fara yfir eitt modul.

Stefanía segist þurfa að ljúka skýrslu vegna Fiðrildaverkefnisins. Unnið að skýrslum og þýðingu á þeim en ekki öllu lokið. Fer næstum beint frá Finnlandi norður í land – tveir dagar á Kópaskeri með erlendum gestum.

Hildur: Írlandsferðin var frábær, þakkar fyrir að fá að fara. Vistvæn ræktun, beint frá bændum og til neytenda og fleira þarna á dagskrá. Umræða í heiminum að færast meira að vistvænt. Sex málstofur, þær fóru í textilstofuna. Skýrsla þeirra er ítarleg. Sérlega áhugavert að heyra frá Plessé í Frakklandi þar sem sveitarstjórn tók til sinna ráða. DESIRA-síðan áhugaverð. Stjórnandinn í Írlandi var í sambandi við Eymund í Vallanesi.

Björgvin: Gætum kannski unnið áfram með þetta – tengsl við bændur væru dýrmæt.

Stefanía: Viðburðurinn í Hallgrímskirkju. 25. mars.  Þurfti a.m.k. 15 manns. Höfðum áður verið í sambandi við Kvenfélag Hallgrímskirkju.  Þar strax vel tekið í samvinnu, Kaffi á könnunni, fólk í handavinnu og sýning í leiðinni. Tókst vel en kynning í Hallgrímskirkju brást vegna veikinda en kom þó varla að sök. 40-45 manns skráðu sig á staðnum en fleiri komu. Áhugi hjá konunum að endurtaka þetta í haust.

Önnur mál

Sigríður nefnir efni sem Stefanía sendi á okkur um ráðstefnu um heilbrigðisvísindi o.fl. Sjálfbærni á sviði heilbrigðismál. Niðurstaðan var að þetta væri væntanleg aðeins fyrir fagfólk og við með meira en nóg af verkefnum.

Stefanía: Áhugavert að vinna áfram með animation (kvikun), í framhaldi af námskeiði á Spáni.

Björgvin: Afar ánægður með ráðstefnuna á Írlandi. Merkilegt að við fáum boð á svona ráðstefnu. Skoðum hvað kemur út úr greininni í Bændablaðinu – verða viðbrögð?

Stefanía: Tókst þú, Ómar, eftir ákalli til þín á Fésbók út af vindmyllumálum. Jú, Ómar, kveðst búinn að svara þessu en langt er síðan hann fór að vinna í þessum málum. Minnst var á stöðum þessara mála í Færeyjum og slæma reynslu frá Noregi. Örplastmengun af vindmylluspöðum – margt lítið þróað á þessu sviði. Ættum að fylgjast með þessum málum. Mikið auðhyggjubrask á þessum vettvangi. Samtökin Mótvind komin með fésbókarsíðu hérlendis. Gunnar Heiðarsson á Moggablogginu skrifar mikið um þetta segir Ómar. Björgvin mælir með að við skoðum þetta hvert fyrir sig og ræðum svo á fundi.

Hugum að málstofu eystra, jafnvel vindmyllumálin með. Setjum okkur í samband við Þórarinn Lárusson um þessi mál.

Fundi slitið kl. 21:30

Vigfús Ingvar Ingvarsson ritaði