Stjórnarfundur- símafundur LBL 18/6 2020 kl. 20:30
Mættir: Vigfús, Stefanía, Sigríður og Þórdís, Björgvin og Guðrún heilsaði okkur í lok fundar.
- Stefanía hefur sent á okkur upplýsingar um umsóknina sem samþykkt var um Slóvakíuverkefnið. Verðum að kynna þarna ytra úrræði fyrir fólk sem er að ljúka námi og hyggja á að setjast að í heimabyggð. Þetta verður líklega nálægt 20. október. Heimsókn frá þeim í nóvember – þá vinnustofa hérlendis.
- Stefanía og Guðrún voru á zoom-fundi í maí. Þessi fundur var frá Lettlandi og þarna voru ýmsir aðilar að kynna verkefni. Áhugi er fyrir að fá okkur á Íslandi til þátttöku í einhverju verkefni með Lettlandi. Mannréttindaskrifstofan hér á landi er tengiliður við þennan samstarfshóp eða samtök.
- Fundur áformaður í næstu viku með Ásdísi hjá Norræna félaginu og Berglindi frá Farsæl öldrun. Rætt verður um að fólk taki ábyrgð á eigin heilsu. Hugað verði að „verkfærakistu“ í þessu sambandi. Dálítið rætt um þessi mál. Björgvin spurði hvað stjórnvöld og þá heilbrigðisyfirvöld væru að gera í þessu sambandi. Mikilvægt að fræða um hvað fólk getur gert. Vigfús nefndi nýlegan samning við Heilbrigðisstofnun Austurlands um breyttar áherslur – meira skal hugað að forvörnum – meira huga að heilsu en veikindum. Vigfús beðinn um að finna þennan samning eða stefnuplagg.
Hrannar B. Arnarsson er nýr formaður Norrænu félaganna. Þórdís nefndi – sem gott dæmi um heilsueflingu – þjálfun í sundlaug á Dalvík sem hentar eldra fólki.
Stefanía nefnir að ástæða væri til að fara um landið til kynningar þegar rammi væri kominn um þetta verkefni. Minnst var á sölusíður til að dreifa vörum í heimahögum. Einnig sagt áhugavert þegar fólk getur verið áskrifendur að vöru eins og tíðkaðist fyrrum með mjólk og egg. Einnig minnt á Reko vörudreifingarkerfið.
- Sigríður sagði frá því að það sem hét Lýsa og var á Akureyri verði nú í Reykjavík í haust og þá undir nafninu „Fundur fólksins“. Við þurfum að huga að þátttöku. Björgvin minnti á að við þyrftum að „grípa það sem gengið hefur vel í „kófinu“ og gefa því framhald.“
Stefnt að fundi að mánuði liðnum
Fleira ekki tekið fyrir fundi lokið kl. 21:20.
Vigfús Ingvar, fundarritari