Símafundur 2019

landlif2022FréttirLeave a Comment

Landsbyggðin lifi – Símafundur stjórnar 11. apríl, 2019, kl. 20:30.

Mættir: Stefanía, Sigríður, Vigfús, Þórdís og Björgvin (slitrótt, var á ferðalagi) og Jón Halldórsson á Dalvík.

1) Rætt um Signs-verkefnið. Höfum fengið slóðina inn á nýtt myndband verkefnisins hérlendis, ekki endanlegt. Falleg myndataka – eftir að gera enska texta við það sem kúbönsk kona segir á íslensku. Við fjögur vinnum áfram með þetta. Lokakynning á Signs-verkefninu verður í Svíþjóð 4. nóv. Næsta sumar kynning í Reykjavík á vegum Reykjavíkurborgar og síðar á Lísu. LBL Ísland þarf að koma fram á myndbandinu

2) Sigríður hafði samband við Þórunni, formann Félags eldri borgara. Hún og Stefanía hittu hana sl. föstudag. Þær skildu eftir spurningalista okkar frá því fyrir um ári síðan (um málefni eldri borgara). Þórunn ætlaði að skoða hann og þegar við yrðum sammál um spurningalista þá mætti senda hann í gegnum kerfi þeirra. Þórunni leist vel á þetta mál en mikið annríki er hjá þeim á næstunni – gæti kannski orðið með haustinu.

Áfram rætt um ýmislegt sem snýr að málum eldri borgara. T.d. holla næringu eða skort á henni. Mikið um einmanaleika og kvíða á meðal þeirra. Þetta er verið að ræða og skoða. Félag eldri borgara t.d. að vinna að heimsóknarþjónustu í samstarfi við Rauða krossinn. Eru málefni eldri borgara e.t.v. stórt væntanlegt verkefni fyrir okkur? Nefnt að Rannís geti hjálpað við að forma verkefni.

3) Ekkert hefur heyrst frá Norræna félaginu í Reykjavík – heyrumst væntanlega eftir páska. Minnst á Árna Páls-skýrsluna. Sigríður beðin að senda okkur hlekkinn á hana – sem hún gerði. Norrænu félögin þurfa að horfa víðar en að binda sig við eldri borgara – fremur lýðheilsu jaðarhópa.

Stefanía og Guðrún verða í Danmörku 2.-3. maí með samtökum Norrænu félaganna á Norðurlöndum. Jón verður þá í Malmö, getur e.t.v. komið með – nánari dagskrá kemur síðar.

Minnst var á mögulega kynnis- og útbreiðsluferð um landið í haust. Tækifæri til að spjalla við fólk – jafnvel mynda tengingar við félög eldri borgara. Gott væri, segir Sigríður, fyrir framfarafélög að eiga möguleika á að vinna að verkefni sem mörg félög eru að fást við. Skoða síðar í vor hvað hentar.

4) Síðar heilmikið óformlegt spjall m.a. um ýmislegt er varðar aðstæður eldri borgara. Þórdís er, ásamt annarri konu, fastur heimsóknargestur á dvalarheimili á Dalvík. Dýrmæt vel þegin þjónusta.

Stefnt að næsta fundi 2. fimmtudag í maí.

Fleira ekki tekið fyrir

Vigfús Ingvar Ingvarsson ritari

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *