Símafundir

landlif2022FréttirLeave a Comment

Heitir Karen StrossLandsbyggðin lifi – Símafundur stjórnar 28. mars, 2019, kl. 21:00

Mættir: Stefanía, Sigríður, Vigfús, Þórdís og Ómar.

1) Nýlega afstaðin ferð þeirra, Stefaníu, Sigríðar og Guðrúnar, til Bretlands. Þar var fundað í Whitstable, suðaustur af Lundúnum – farið yfir mál er varða Signs-verkefnið. Bókin er komin sem pdf-skjal sem búið er að leiðrétta og senda aftur utan. Ný próförk svo væntanleg.

Við þurfum að halda kynningu um bókina/verkefnið með Reykjavíkurborg og RkÍ – öðrum að báðum þessara aðila – þar sem þeim, sem eiga hagsmuna að gæta, verður boðið, t.d. innflytjendum og þeim sem vinna með þeim. Þurfum svo einnig að kynna þetta fyrir stjórnvöldum – munum gera það á Lýsu á Akureyri í haust. Við þurfum að fá borgarstjóra til að skrifa inngang að bókinni og fá mynd af honum. Þurfum að kynna bókina/verkefnið í heild, 4. nóv. 2019 í Svíþjóð, staðsetning Stokkhólmur eða Bollnäs – a.m.k. Stefanía fer. Signs-verkefnið er á eðlilegu róli.

2) Ómar fór til Brussel á undirbúningsfund fyrir ERP – dreifbýlisþingið sem verður á Spáni 6.-7. nóv. Fern samtök standa að þessu þingi. Þarna voru 18 fyrirlestrar frá alls konar Evrópu-stofnunum og mikið að gera. Flottasti fundarsalur sem Ómar hafði séð – mikið tæknivæddur – hægt að tala úr sæti sínu þannig að allir gátu heyrt og séð. En það þurfti að læra á kerfið. Smá byrjendamistök urðu til þess að ábendingar Ómars, um að ekki mætti gleyma strandsvæðunum, komust betur til skila og hann fékk þakkir fyrir á eftir. Þingið á Spáni verður um sjálfbæra þróun dreifbýlisins. Úthverfi í borgum standa frammi fyrir mestum vanda þegar endurnýting og sjálfbært vistkerfi tekur við. Hvernig getur dreifbýlið tekið forystu í þróun hringhagkerfis í stað línukerfis? Þetta verður spennandi á Spáni.

Segja má að það sé tvöfalt kerfi í Brussel. Annars vegar ólýðræðislegt skrifræði og hins vegar fylgst með straumi ályktan alls kyns þinga og samtaka. Það er reynt að hlusta á grasrótina.

Hvað snertir þingið fram undan á Spáni þá fannst Ómari finnski fulltrúinn áhugaverður. Ómar þyrfti að koma myndbandi á framfæri á þinginu (4-5 mínútur). Vigfús og kannski Ómar stefna að því að fara á þingið – við megum senda 5 fulltrúa. Við ættum að heyra í umhverfisráðherra og Sigurði Inga byggðamálaráðherra – senda erindi um þingið og fá fund til að kynna þingið og okkur.

3) Samstarf við Norræna félagið. Stefanía og Sigríður Ásdísi Evu Hannesdóttur, framkvæmdastjóra Norrænu félagana á Íslandi. Tveggja tíma fundur með henni þar sem sagt var frá HNSL (Hele Norden Skal Leve) og áhuga okkar og HNSL á samstarfi við Norrænu félögin og áhuga á sambandi við Norrænu ráðherranefndina en byggðamál virðast út undan þar – Nordregio ræður engu um fjármál en er öflugur samstarfsaðili varðandi rannsóknir. Guðrún, Sigríður og Stefanía voru á HNSL-fundi á Álandseyjum. Þar var rætt um starfsemi Norrænu félaganna og hug á samstarfi milli þeirra og HNSL. Einnig ræddum við um möguleika á samstarfi hér heima. Kynntum hugmyndir LBL um vefkönnun um málefni eldri borgara og eins var rætt um Árna Páls-skýrsluna. Ásdís áhugasöm um stöðu eldri borgara og öryrkja og er tilbúin að ræða við stjórn sína um samstarf. Spurning hvort við getum sameinast um málþing þar sem farið yrði nánar út í skýrsluna og unninn grunnur að verkefni tengdu lýðheilsu jaðarhópa? Í framhaldinu yrði svo stærra málþing þar sem verkefnið yrði útfært nánar.

Sigríður og Stefanía stefna á að hitta Þórunni Sveinbjarnardóttur form. Félags eldri borgara. Vakin er athygli á könnun frá Háskólanum á Akureyri/Þóroddi á síðunni okkar. Getum við nýtt hana? Þarf að leita leiða til að virkja eldri borgara t.d. í félagslegum stuðningi við fólk á stofnunum.

Dalvíkingar þurfa að láta Jón Halldórsson vita af símafundunum og tengja hann við okkar síðu og fésbók.

4) Fundur HNSL í byrjun maí í Kaupmannahöfn. Stefanía og Guðrún fara væntanlega og þá einnig á fund dönsku samtakanna á Jótlandi. Stefanía og Sigríður þurfa að kynna sér betur hvernig hægt er að setja efni inn á heimasíðu okkar. Hvað með vorfund syðra þar sem farið yrði yfir myndir vegna síðunnar? Er hægt að stefna á það?

Hugmyndin með kynningarferð um landið – Stefanía og Sigríður – e.t.v. í haust – skoða á næsta fundi.

Fleira ekki tekið fyrir

Vigfús Ingvar Ingvarsson ritari

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *