Símafundur stjórnar samtakanna Landsbyggðin lifi haldinn 8. maí 2024 kl. 20:30 í gegnum Fésbók

Bjarni HaraldssonFréttir Leave a Comment

Símafundur stjórnar samtakanna Landsbyggðin lifi haldinn 8. maí 2024 kl. 20:30 í gegnum Fésbók

Mættir:  Hildur Þórðardóttir (með frá Portúgal), Sigríður Svavarsdóttir, Stefanía Gísladóttir, Guðrún Gísladóttir, Vigfús Ingvar Ingvarsson, Björgvin Hjörleifsson og Hafrún Káradóttir og  Ómar Ragnarsson um stund.

Hildur formaður setur fund.

FUNDAREFNI

Finnlandsverkefnið – hver fer utan með Hildi og nánari umfjöllun um verkefnið svo stjórnarmenn geti kannað hjá sínu sveitarfélagi?

Í þessu samhengi má nefna hugmynd að verkefni sem hluta af Finnska verkefninu – að aðstoða íbúa í sumarhúsabyggð við að fá að skrá lögheimili sín þar.  Svíþjóð og Finnland eru búin að koma því í gegn hjá sér og möguleiki að aðstoða okkur.  Við erum komin í samband við Heiðu Björk fráfarandi formann Samtaka sumarbústaðaeigenda í Grímsnesi sem væri til í að vinna með okkur að þessu, sem og nýi formaðurinn.  Hugmynd að Heiða Björk fari með Hildi til Finnlands i stað Sigríðar.  Stjórnin þarf að ræða þetta.  Í Finnlandi og Svíþjóð leyfist að skrá lögheimili í sumarbústað að uppfylltum skilyrðum svo sem um rotþró.  Sigríður talaði við Heiðu Björk og hérlendis virðist mikill áhugi á þessu máli.

Björgvin segir ástæðu fyrir stöðu mála vera skyldu sveitarfélaga til þjónustu, svo sem snjómoksturs og sorphirðu, ef leyfa ætti lögheimili í sumarbústöðum.  Lægra þjónustustig er á sumarbústöðum í Svíþjóð og Finnlandi.  Getur verið ómögulegt að koma pósti ef ekki snjómokstur, má leysa með póstkassa. Stefanía segir þetta forvitnilegt sem hliðarverkefni, gæti myndað tengsl við fólk. Vaxandi fjarvinna breytir samfélaginu

Heiða Björk fyrrv. Form. Sumarbústaðaeigenda í Grímsnesi – bjóða henni til Finnlands?  Björgvin: Samtök sveitarfélaga þyrftu að vera með í þessu verkefni – þurfum að kynna þetta fyrir þeim.

Helga getur farið með Hildi. Vel var tekið undir það að Heiða Björk komi með í ferðina – húsnæði sennilega tiltækt í Finnlandi – þarf að tryggja það.  Fengum styrkinn sem við báðum um,  2520 E.

Hildur áréttaði að æskilegt væri að allir stjórnarmenn kæmu að finnska verkefninu. Að stjórnarmenn úti á landi töluðu við sínar heimabyggðir og könnuðu með samstarf. Og að stjórnarmenn á höfuðborgarsvæðinu leituðu út fyrir svæðið að samstarfsaðilum. Verkefnið snýst um að kanna hjá sveitarfélögum og/eða framfarafélögum hvað þarf til að auðvelda fólki að flytja út á landsbyggðina. Verkefnið er mjög opið ennþá og í mótun svo það rúmar allt ennþá. Því meira kjöt á beinin sem við getum sett í styrkumsóknina því betra. Gott að hafa sem flest sveitarfélög með okkur. Því má bæta við að í Finnlandi eru mörg sveitarfélög áhugasöm og vilja vera með í verkefninu. Það er auðveldara fyrir þau, því það er fjárhagslegur hvati þar sem þau geta sótt um styrk í LEADER sjóð Evrópusambandsins. Við þurfum að hafa einhvern slíkan fjárhagslegan ávinning eða einhvers konar ávinning fyrir þau sveitarfélög sem koma inn í verkefnið.

Björgvin segir þetta mikið rannsakað – fólk vill hafa allt það sem borgin býður. Flugið óhemjudýrt innanlands. Hann talar um eldra fólk sem sest að á Dalvík og skilar litlum tekjum inn í sveitarfélagið.

Björgvin segir 500 Tælendinga hafa verið í flugvél á leið til Finnlands til að tína ber, á 3 mánaða vegabréfsáritun – hann fær ekki sömu möguleika til að ná í starfsfólk – Finnland og Ísland þó bæði í Shengen.  Kona Björgvins tínir ber fyrir mörg hundruð þúsund kr. á sumri.

Boð frá Búlgaríu um að vera með í verkefni um sjálfseflingar námskeið fyrir einangraðar ungar konur. Upplýsingar voru sendar stjórnarfólki um daginn. Ef til vill fellur þetta ekki að okkar aðstæðum. Snýst um listlækningar – þyrftum að vera í samstarfi við einhverja sem eru að vinna á þessu sviði. Ekki liggur á með þetta. Höfum ekki „átt verkefni“ hingað til eins og nefnt hefur verið í þessu sambandi. Þurfum að vinna heimavinnuna áður en hægt er að samþykkja slíkt verkefni. Hildur til í að skoða það í sept.

EURORESCO: Hildur nefnir lista verkefna sem komu fram þar.  Stefanía talar um hollenskt félag sem vinnur við að taka á móti hópum nemenda og kennara.  Þeir útvega allan pakkann í Hollandi. Eru að spyrja hvort við getum aðstoðað þá við að komast í samband við skóla hérlendis.  Gæti verið kynningartækifæri fyrir okkur.  Grískt verkefni, sjórannsóknir, umhverfismál, námshópar. Björgvin nefnir sjávarútvegs nám á Akureyri.  Stefanía mun skoða þetta tvennt.

EURORESCO verður 30 ára á næstu ári.

Stefanía segir: Maja í Lettlandi er komin með styrk og mun koma í september – hugmynd sem styrkurinn fékkst út á er að vinna með eldri borgara – Animation og heimsmarkmiðin.

Renata er í Búlgaríu. Ég ræddi við hana um samstarfsmöguleika í Belgrað og nefndi verkefnið sem við erum að skoða með Mæju. Þá kom í ljós að sonur hennar er að vinna við að gera borðspil sem tengist við heimsmarkmiðin. Ákváðum að skoða hvort við gætum unnið þetta áfram í samstarfi við Mæju frá Lettlandi. Verður skoðað þegar Mæja og félagar koma hingað í september. Við þurfum að vera eigendur að verkefninu ef við tökum þátt.

Önnur mál

Guðrún leggur til að keypt verði tölva fyrir Stefaníu sem var samþykkt.

Vandamál með heimasíðuna –  þarf einhvern sem kann á þetta.

Fundi slitið kl. 22 – næsti fundur 13. júní.

Vigfús Ingvar Ingvarsson ritaði

 

 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *