Aðalfundur samtakanna Landsbyggðin lifi árið 2023,
haldinn í Sláturhúsinu, Menningarmiðstöð á Egilsstöðum, laugardaginn 30. september kl. 09:00
Björgvin Hjörleifsson formaður setur fundinn kl. 09:15 með stuttu ávarpi. Alls 8 manns sátu fundinn.
Dagskrá fundarins:
- Kosning fundarstjóra. Björgvin Hjörleifsson samþykktur fundarstjóri einróma.
- Kosning ritara. Vigfús Ingvar samþykktur einróma sem fundarritari.
- Dagskrá var lögð fram og kynnt.
- Inntaka nýrra félaga: Inga Rós Gunnarsdóttir, Sigríður Hrönn Pálmadóttir, Íris Magnúsdóttir, Hafrún Káradóttir og Hildur Þórðardóttir. Allar samþykktar einróma.
- Kjörgengi félagsmanna staðfest: Lagt til að fólk með einstaklingsaðild verði með kjörgengi. Kjörbréf staðfest frá Framfarafélagi Fljótsdalsfélags. Allir hér inn verði þá kjörgengir – samþykkt án andmæla.
- Skýrsla stjórnar flutt og rædd: Formaður sagði reikninga og skýrslur ná yfir tvö ár en ákveðið að greina einnig frá starfinu fram að þessum aðalfundi. Óbreytt stjórn síðustu 6 eða 7 árin. Vel hefur gefist að vera með myndsímafundi. Síðustu árin hafa einkennst af því að komast út úr cóvid. Litla eða enga fjármuni verið að sækja til íslenskra stjórnvalda og fyrirtæki lítt aflögufær. Höfum einbeitt okkar að erlendum verkefnum og haldið starfinu gangandi og skilað ágóða. Mikil fundarhöld verið með erlendum samstarfsaðilum. Verkefnin hafa leitt okkur á aðra braut en upphaflega var áformað. Fjármagn þarf í svona starfsemi.
- Stefanía Gísladóttir fór síðan í gegnum prentaða skýrslu sem fylgir fundargerðinni.
- Reikningar með áritun skoðunarmanna lagðir fram. Reikningar sýndir á skjá og Guðrún fór yfir þá. Erlend verkefni ekki gerð upp fyrr en þeim er lokið greiðslur þó komið inn í áföngum. Rúmar 3 milljónir inn um áramót 21/22 en skuldir um 800 þúsund. Rétt að hafa í huga að tekjur af erlendum samstarfsverkefnum eru ekki öruggar fyrr en við höfum lokið okkar þætti í þeim.
- Skýrsla stjórnar og reikningar rædd. Hvort tveggja borið upp og samþykkt samhljóða.
- Fjárhagsáætlun 2023 kynnt. Guðrún, kostnaður við þennan aðalfund, heimasíðu og þess háttar en annars ekki formleg áætlun tiltæk. Nokkur óvissa hvernig Fiðrildaverkefnið verður gert upp. ERP- þing á næsta ári.
- Lagabreytingar. Engar lagabreytingar á dagskrá.
- Skýrslur frá aðildarfélögum teknar fyrir og kynntar.* Björgvin: Félagið í Svarfaðardal í dvala. Þórarinn Lárusson, form. FFF: Aðalfundur síðast 2019 en viss verkefni verið í gangi. Nefna aðeins eitt verkefni. Langt síðan Sveitir og jarðir í Múlaþingi kom út og þörf á nýrri útgáfu. Ýtt á eftir þessu með ýmsum hætti og málið loks að komast í farveg. Mikilvægt að yngja upp í félaginu. Stefanía um Framfarafélag Öxarfjarðar: Orkan farið mikið í verkefnið Brothættar byggðir síðustu árin. Fiðrildaverkefnið ýtti við félagsfólki en ekki frést af fundarhöldum.
- Stefnumörkun LBL fyrir 2023-24 kynnt. Til eldri stefnumörkun sem enn er í gildi – aðgengileg á heimasíðu. Henni brugðið upp og farið yfir áhersluatriði hennar.
- Kosning stjórnar og varamanna. Tillaga um fólk í aðalstjórn og sem varamenn samþykkt einróma. Aðalmenn: Stjórnin skiptir með sér verkum.
Eftirfarandi voru kjörin í aðalstjórn með lófataki:
Hildur Þórðardóttir, Reykjavík
Guðrún T. Gísladóttir „
Ómar Ragnarsson „
Sigríður Svavarsdóttir „
Stefanía Vigdís Gísladóttir „
Vigfús Ingvar Ingvarsson, Egilsstöðum
Og í varastjórn með sama hætti:
Bjarni Þór Haraldsson, Egilsstöðum
Björgvin Hjörleifsson, Dalvík
Hafrún Káradóttir, Reykjavík
Helga Guðrún Kristjánsdóttir, Botni í Súgandafirði
Á stuttum fundi þessarar nýkjörnu stjórnar var þannig verkaskipting hennar ákveðin: Hildur, form, Guðrún bókari, Sigríður gjaldkeri, Vigfús ritari, Stefanía Vigdís varaform. og Ómar meðstjórnandi.
- Kosning skoðunarmanna og varamanns. Guðrún og Guðmundur Óli Magnússon og Stefanía varamaður. Samþykkt samhljóða.
- Ákvörðun árgjalds fyrir næsta starfsár. Tillaga að árgjöld verði frjáls og þá fyrst og fremst í því formi að fólk krefjist ekki greiðslu fyrir vinnu. Ný stjórn tekur ákvörðun um fyrirkomulag árgjalda næstu tvö árin.
- Önnur mál. Stefanía sýndi tvö myndbönd úr Fiðrildaverkefninu, gerð á Kópaskeri.
Þórarinn minnir á hversu gömul barátta fyrir landsbyggðina er, ekki síst hér eystra. T.d. eftir seinni heimsstyrjöldina, hreyfing fyrir meira sjálfstæði og völdum byggðarlaganna. Sbr. stjórnunarleg millistig (fylki) í nálægum löndum. Merkilegt þegar heimastjórnir voru kosnar við myndun Múlaþings – allt í einu var 3. stjórnsýslustigið til orðið þó með öðrum hætti en áður var talað um. Staðinn vörður um jaðarbyggðir. Aldrei mátt tala um þriðja stjórnsýslustigið hérlendis. Stefán Bogi Sveinsson nefndi árið 2011 hvort þriðja stjórnsýslustig gæti verið neðar en sveitarfélögin. Þetta var á fundinum, Stefnumót við Stjórnlagaráð, í Valaskjálf 14/6 2011, sem Framfarafélagið hafði frumkvæði að. Þetta mun hafa verið eina skiptið sem Stjórnlagaráð var fengið á fund, a.m.k. utan Reykjavíkur.
Björgvin segir Dalvíkurbyggð, sem var fyrirmyndar sveitarfélag, nú í ruslflokki – endurteknar stjórnsýslubreytingar til að losna við fólk og vernda fólk í valdastólum – sérfræðingaveldi.
Stefanía: Hverfisráð á Kópaskeri virðist ekki virkt og erindi hverfisráðs á Raufarhöfn ekki svarað. Mikilvægt að fylgjast vel með hvernig sameiningar sveitarfélaga kemur út í framkvæmd. Hildur: Mun fólkið ekki taka málin í eigin hendur með samtökum sínum. Bent var á að heimastjórnir hafi aðra og sterkari stöðu en hverfisráð.
Fundi slitið um kl. 11.
Vigfús Ingvar Ingvarsson ritaði
*Gert er ráð fyrir 3 mínútum á hvert félag.
Aðalstjórnarmenn LBL.
_ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _
Hildur Þórðardóttir Formaður Kristnibraut 167 Reykjavík Netfang hildur.thordardottir@gmail.com
_ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _
Guðrún T. Gísladóttir, Bókari Logafold 164 Reykjavík Netgang gudrun.torfhildur@gmail.com
_ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _
Ómar Ragnarsson Fróðengi Meðstjórnandi Reykjavík omarthragnarsson@gmail.com
_ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _
Sigríður Svavarsdóttir, Gjaldkeri Blikahólum 2 Reykjavík
Netfang siggabsvavars@gmail.com
_ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _
Stefanía Gísladóttir, varaformaður Breiðuvík 33 Reykjavík
Netfang disagisla@islandia.is
_ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ __
Vigfús Ingvar Ingvarsson, Ritari Laugavöllum 19 Egilsstöðum
Netfang vigfus50@gmail.com
_ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _
Varamenn stjórnar
Björgvin Hjörleifsson, Varamaður Karlsrauðatorgi 14 Dalvík Netfang peacemaker@visir.is
____________________________________________________________________ Bjarni Þór Haraldsson Varamaður Egilsstöðum Netfang bjarni@pabbi.is
_____________________________________________________________________
Helga Guðný Kristinsdóttir, Varamaður Botni Súgandafirði. Netfang. bjornb@snerpa.is sími 8944512/4566112
____________________________________________________________________