Landsbyggðin lifi (LBL) og Framfarafélag Fljótsdalshéraðs (FF) Aðalfundur og málþing um sjálfbærni

Bjarni HaraldssonFréttir Leave a Comment

Aðalfundur LBL verður haldinn kl. 09:00 þann 30. september 2023 í Sláturhúsinu á Egilsstöðum. Samtökin eru opin öllum landsmönnum og hvetjum við fólk til að mæta og kynnast starfinu.

Klukkan 14:00 standa samtökin LBL ásamt Framfarafélagi Fljótsdalshéraðs fyrir málþingi um landsbyggðarmál, sjálfbærni og fleira.

Á málþinginu verða eftirfarandi erindi:

Guðrún Schmidt ræðir um grunnstef málþingsins, sjálfa sjálfbærnina.

Oddný Anna Björnsdóttir, Beint frá býli og Samtök smáframleiðenda matvæla , fjallar um sjálfbærni og nýsköpun.

Rúnar Þór Þórarinsson frá Jarðlífi ehf. fjallar um lífrænan áburð og lífkolagerð.

Cornelius Aart Meijles ,Verður bóndinn læknir framtíðarinnar?

Anna Berg Samúelsdóttir frá Matis fjallar um málefni tengd sjálfbærni, m.a. um hringrásarkerfið og stefnu stjórnvalda.

Við skorum á alla þá sem hafa áhuga á sjálfbærni, matvælaöryggi og lífrænni ræktun að mæta.

Sjáumst

Stjórnin

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *