Stjórnarfundur Landsbyggðin lifi 16. mars, 2023, kl. 21:30

Bjarni HaraldssonFréttir Leave a Comment

Stjórnarfundur Landsbyggðin lifi 16. mars, 2023, kl. 21:30

Á línunni voru: Stefanía, Guðrún, Sigríður, Vigfús, Ómar og Hildur Þórðardóttir. Þórdís, Björgvin og Helga

Sigríður setur fund og stjórnar honum en Björgvin er í akstri en verður með á fundinum.

Koma OCH hópsins (Samfélagsleg arfleifð) Stefanía: kemur 30-31 maí. Síðast gert ráð fyrir að nokkuð frjáls tími verði þann 31. Við þurfum að vera með viðburð með minnst 30 manns. Von um að menn frá Rannís geti mætt. Við þurfum einnig að vera með viðburð fyrir 15 manns.

Guðrún um viðburð: Við vinnum með kvenfélaginu í Hallgrímskirkju, sýning hannyrða tengd þessu. Kvenfélagið kynnir sig m.a. Allir velkomnir, gott kaffi í boði kirkjunnar. Tækifæri til að sitja og spjalla og jafnvel prjóna. Fundur með Kvenfélagi Hallgrímskirkju á laugardag. 25. mars, viðburður sem verður að vera búinn fyrir marslok. Verðum að nota aðferðafræði OCH. E.t.v. frá kl.10:30-12:30. Á að kynna á samfélagsmiðum.

Í Gerðubergi er frátekinn salur 30/5 með ýmsum búnaði, kostar 36 þús. – hægt að fá kaffi.

Helsinkifundur færist norður til Vaasa – dýrari ferð og flóknari en Bjarni Haraldsson og Stefanía fara.

Fiðrildavinnustofa í lok apríl. Farið verður norður á Kópasker 27/4, 3 dagar þar. Þriðja mars var vinnustofa þar. 6 konur mættu. Að auki var tekið viðtal við eina konu þar og aðra á Akureyri. Stefnt á vinnustofu í Reykjavík sem tengist svæðinu frá Kópaskeri til Kelduhverfis.

Hildur sagði frá boði um þátttöku í ráðstefnu dagana 25. -26/3 um ræktun og sjálfbærni, ýmislegt um landbúnað. Haldið á merkilegum búgarði. M.a. fjallað um tengsl neytenda við þessa framleiðslu og sjálfbærni og fæðuöryggi. Tveggja tíma akstur frá Dublin. Kostar ekki mikið að fljúga (Play ódýrt á föstudag – mánudags) og að greiða ráðstefnuna. Samþykkt að Hildur og Sigríður fari.

Verkefnið: Af stað aftur og aftur – höfnun á umsókn til Lýðheilsusjóðs var ekki óvænt. Bíðum eftir að Ásdís hjá Norræna félaginu hafi samband um framhaldið en enginn asi á þessu.

Fundi slitið kl. 22:10

Vigfús Ingvar Ingvarsson ritaði

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *