Farsælt starf er gefandi

Bjarni HaraldssonFréttir Leave a Comment

Vigfús Ingvar Ingvarsson fer yfir starfsemi samtakanna Landsbyggðin lifi.

Sam­tökin Lands­byggðin lifi (LBL) voru stofnuð árið 2001 sem regn­hlíf­ar­sam­tök fram­fara­fé­laga.

Fyrstu árin var mikil áhersla lögð á að stofna fram­fara­fé­lög um land allt og tókst það víða mjög vel. Í byrjun voru félögin öflug og komu á fót mörgum verk­efnum sem orðið hafa til fram­fara í sínum sam­fé­lög­um. Hugs­unin á bak við félögin var að efla og styrkja mann­líf og auka áhuga almenn­ings á sam­fé­lagi sínu og virka þátt­töku í því. Í seinni tíð hafa félögin oft lagst í dvala eða verið lögð niður þar sem ekki hefur tek­ist að manna stjórn­ir. Lands­byggðin lifi brást við þessu með því að bjóða upp á ein­stak­lings­að­ild að sam­tök­unum og hefur það skilað góðum árangri. Til að fjár­magna sam­tökin hefur Lands­byggðin lifi tekið þátt í verk­efnum í sam­starfi um marg­vís­leg mál­efni víðs vegar um Evr­ópu. Það hefur víkkað sjón­deild­ar­hring stjórn­ar­manna og gert það að verkum að í stað þess að stofna fram­fara­fé­lög út um allt land leitar Lands­byggðin lifi eftir sam­starfi við starf­andi öflug félög á land­inu öllu.

LBL er ein­falt í sniðum og ekki með skrif­stofu né laun­aða starfs­menn en starfið er unnið í sjálf­boða­vinnu. Haldið er úti heima­síðu: land­lif.is og fés­bók­ar­síðu: Lands­byggðin lifi – Far­sæld til fram­tíð­ar.

Sem dæmi um erlenda sam­starfs­að­ila eru nor­rænu sam­tök­in, Hela Nor­den ska leva (HNSL). Þetta var óform­legur hópur regn­hlíf­ar­sam­taka á Álandseyjum og Íslandi, í Dan­mörku, Finn­landi, Nor­egi og Sví­þjóð þar til árið 2008 þegar sam­tökin voru form­lega stofn­uð. Fær­eyjar komu svo inn í sam­tökin um fjórum árum síð­ar.

Einnig hefur LBL tekið þátt í víð­tækum evr­ópskum sam­tök­um, ERCA (European Rural Comm­unity Alli­ance) sem héldu fyrsta Evr­ópska dreif­býl­is­þingið (European Rural Parli­ament, ERP) í Brus­sel árið 2013. Næst þing var haldið í Aust­ur­ríki árið 2015 og síðan í Hollandi árið 2017, á Norð­ur­-­Spáni 2019 og loks nú 2022 í Pól­landi. LBL hefur átt full­trúa á öllum þessum þingum en ekki aðrir frá Íslandi. Á ERP-­þing­unum hitt­ist fólk frá fjöl­mörgum Evr­ópu­löndum bæði frá marg­vís­legum áhuga­manna­sam­tökum um byggða­mál og full­trúar stofn­ana sem vinna að byggða­mál­um. Áhuga­verða ályktun dreif­býl­is­þings­ins í Pól­landi má sjá á heima­síðu LBL.

Marg­vís­leg áhuga­verð kynni og sam­bönd hafa mynd­ast í þessu erlenda sam­starfi auk þess fróð­leiks sem aflað hefur ver­ið. Íslensku þátt­tak­end­urnir hafa líka komið sínum áherslu­at­riðum á fram­færi þegar unnið hefur verið að álykt­unum ERP-­þing­anna t.d. um mik­il­vægi strand- og haf­svæða.

Út frá erlendu tengsl­unum hafa sprottið all­mörg sam­starfs­verk­efni sem LBL hefur tekið þátt í með tveimur eða fleiri löndum í hverju verk­efni. Þessi verk­efni hafi almennt notið styrks úr evr­ópskum sjóðum (svo sem Erasmus+) sem greiða m.a. ferða­kostn­að.

Áhuga­verð verk­efni hafa verið unnin í félagi við sam­tök og stofn­an­ir, m.a. í Sví­þjóð, Bret­landi, Rúm­en­íu, Búlgar­íu, Dan­mörku, Hollandi, Ítal­íu, Spáni, Lett­landi, Slóvak­íu, Frakk­landi, Pól­landi og Írlandi.

Mörg tengj­ast verk­efnin áherslu á að auka sam­fé­lags­lega virkni og ábyrgð fólks og þar með að styrkja sam­fé­lögin og efla grunn­stoðir lýð­ræð­is­ins. Þetta brennur ekki síst á fólki í aust­an­verðri Evr­ópu þar sem lýð­ræði er fremur nýlega til­kom­ið.

Að sjálf­sögðu er reynt að van­rækja ekki inn­lend verk­efni þó að leitað sé til LBL með þátt­töku í erlendum verk­efnum og þau séu fjár­hags­lega mik­il­væg.

Full­trúar LBL taka þátt í ráð­stefnum og fundum þar sem byggða­mál eru á dag­skrá. Sam­tökin hafa einnig staðið fyrir mál­þingum um slík mál­efni og reynt að auka sam­starf á þessu sviði.

Inn­lendur sam­starfs­að­ili um þessar mundir er Nor­ræna félagið en með því er unnið að verk­efn­inu Af stað, aftur og aft­ur. Það verk­efni er hvatn­ing til að huga að heils­unni og mun verða kynnt um allt land.

Sam­starf hefur einnig verið við aðila inn­an­lands í gegnum verk­efni með upp­haf­legri þátt­töku LBL í erlendum verk­efn­um. Þar má m.a. nefna:

  • Fjöl­menn­ing­ar­kór­inn
  • Ham­ar­inn, ung­menna­hús Hafn­ar­fjarðar
  • Hæg­læt­is­þorpið á Djúpa­vogi
  • Nýheima á Höfn
  • Rauða kross­inn og
  • Reykja­vík­ur­borg

Nú er verið að skoða mögu­legt sam­starf við Félag Sam­ein­uðu þjóð­anna á Íslandi um að nýta ani­mation (kvik­un) við fræðslu tengda Heims­mark­miðum Sam­ein­uðu þjóð­anna.

Við vinnum að því að fá fleira ungt fólk til sam­starfs en við höfum m.a. gert kann­anir um hvað sam­fé­lag þarf að hafa að bjóða þeim (Oppos­ing Force og Rann­sókn­arst. Háskól­ans á Akur­eyr­i).

Okkur vantar fleira ungt fólk til sam­starfs en það sama brennur á mörgum erlendum sam­starfs­að­il­um.

Nú stendur t.d. yfir viða­mikið verk­efni sem kallast:

OUR CVIC HERITAGE (Sam­fé­lags­leg arf­leifð okk­ar) og er með áherslu á þátt­töku íbúa í sam­fé­lags­málum og sjálf­boða­vinnu tengdri þeim. Verið er að vinna skýrslu um stöðu sjálf­boða­vinnu í 7 lönd­um, síðan að gera svo kall­aða verk­færakistu með leiðum til að vekja áhuga fólks á virk­ari þátt­töku í sam­fé­lag­inu. Allt er þetta þýtt á tungu­mál sam­starfs­land­anna.

Einnig eru í gangi viða­minni verk­efni. Ann­ars vegar með fólki í Lett­landi, Pól­landi og Sló­veníu en hins vega frá Norð­ur­-­Spáni og Frakk­landi.

 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *