Símafundur Landsbyggðin lifi 22. september 2022, kl. 20:30
Á línunni voru: Björgvin, Sigríður, Vigfús, Þórdís, Helga, Ómar, Stefanía og Guðrún.
Eftirfarandi var tekið til umræðu:
Dreifbýlisþingið í Póllandi:
Ómar sagði frá Evrópska dreifbýlisþinginu í Póllandi (ERP sbr. greinargerð hans á fésbókarsíðu LBL). Hann náði með harðfylgi að komast á alla þrjá staðina sem kallað var eftir þ.e. þingið í Kielce, móttöku verðlauna Sigríðar í Brattholti á afmælisdegi sínum (16/9) og Fund fólksins (17/9) í og við Norræna húsið og í Grósku. – Erfið en minnisstæð ferð á þingið það fjórða sem ég sit. Sex dagar í allt. Svipað skipulag og fyrri þing. Pallborðsumræður á fyrsta degi – misjafnt að skilja ræðumenn. Pólland þrefalt stærra en Ísland og íbúar 38 milljónir, margir þeirra í dreifbýli.
Pólverjar voru rúmlega 38,6 milljónir í lok árs 2001 og varla fjölgað síðan vegna mikils útflutning fólks. Af þeim bjuggu um 23,8 milljónir eða 61,7% í þéttbýli og 14,8 milljónir í dreifbýli (38,3%). Fyrir utan Varsjá eru stærstu borgirnar Lódz (797.000 íbúar), Krakow (737.900 íbúar), Wrocklaw (635.900 íbúar) og Poznan (576.000 íbúar).
Miklar framfarir á undanförnum árum og landbúnaðurinn er ofarlega á dagskrá ekki síst eftir Covid-faraldur og stríðið í Úkraínu. Við þurftum að koma súrnun sjávar að á þinginu. Mikilvægt er að benda á þann háska sem er ótvíræð staðfesting áhrifa aukins koltvísýrings í andrúmsloftinu.
Ferðalag á öðrum degi var ekki, hvað Ómar snerti, alveg jafn áhugavert og vænst var – t.d. í samanburði við Venhorst í Hollandi.
Sigríður og Helga voru með Ómari í dagsferðinni. Þau komu m.a. við á saumastofu þar sem saumaður voru litríkir gallar eins og björgunarfólk gengur í hér á landi og víðar. Ómari fannst athyglisvert að sjá tækjasal hjá gamla fólkinu og vildi innleiða það hér á landi fyrir eldra fólk. Sagði ekkert svoleiðis í boði hjá Eir þar sem þau hjónin dvelja.
Við fórum út í sveit í smá þorp, segir Sigríður, þar sem sagt var frá lífi fólks. Dálítið erfitt var að fylgjast með. Það var eingöngu talað á pólsku það var kona sem túlkaði í gegnum tæki sem fólk var með á eyrunum.
Síðan var komið við á elliheimili þar hlustaði Ómar lítið komst ekki inn í herbergið og var þreyttur. Við Helga skiljum litla ensku þannig að það var eingöngu á Ómar að treysta.
Í ferðinni var hringt í Ómar vegna verðlauna afhendingar sem búið var að skipuleggja á degi íslenskar tungu og á afmælisdegi hans. Hann var grunlaus enda hafði engin látið hann vita fyrr. Auðvitað mætti hann þar keikur þó hann hefði komið heim nóttina áður úr löngu ferðalagi.
Eftir ferðalag dagsins voru vinnustofur – mínúturæður um tengsl landa við þingið.
„Þetta er ræða Ómars í þýðingu:
Við á Íslandi þekkjum sem mjög fámenn og einangruð þjóð þá erfiðleika sem geta fylgt lífi milljóna manna sem búa í dreifbýli milli stranda og fjalla í Evrópu.
Við sækjumst því eftir vináttu, gleði, samstöðu, góðum anda og virðingu í leit að hagsæld og velgengni.
Í 1100 ár hefur saga okkar fært okkur hrikaleg eldgos með hraunflæði, hörmulegum flóðum og öskufalli sem hafa orðið milljónum manna að bana um allan heim.
Við höfum lifað af plágur og sjúkdóma og nú hefur eyjan okkar orðið eins og lifandi tilraunastofa í baráttunni gegn loftslagsbreytingum sem gera hafið súrt og ógna lífi þess.
Jöklarnir bráðna og eru léttari með aukinni eldvirkni sem truflar flug og ferðaþjónustu.
Við erum vön að takast á við ófyrirséðar hamfarir og myndum glaðir taka þátt í baráttunni fyrir mannkyni og lífi á jörðinni.
Pabbi og mamma. Dóttir og sonur.
Komdu að skemmta þér! Komdu þessu í verk!
[Father and mom! Daughter and son!Come on let´s have fun! Let it be done!]
Helga, Ómar og Bjarni Haraldsson fóru heim á föstudegi en hin voru eftir við að ganga frá lokaályktunum þingsins.
Guðrún segir sinn ferðadag skemmtilegt ferðalag með skemmtilegu fólki en varla mjög innihaldsríkt. Þarna var m.a. heimsótt kona sem var að taka á móti flóttafólki, hún var einstæð en hafði tekið á móti 38 flóttamönnum. Hún kom líka á stað þar sem handverksfólk var að sýna og fleira sem m.a. tengdist því að nýta gamla arfleifð.
Silke er stúlka sem var með okkur, hún hafði samband við Stefaníu nokkrum vikum fyrir Byggðarþingið því hún var búin að veita samtökunum okkar athygli á námstíma sínum á Ísafirði. Hún varð að ná lest áður en þinginu lauk.
Magnus heitir nýr formaður Hele Sverige Ska Leva. Hann er ungur og áhugasamur og tilhlökkun að fylgjast með félaginu fá nýtt yfirbragð. Enn yngri strákur að taka við í Finnlandi. Margt gagnlegt og áhugavert að hitta margt fólk sem við þekktum áður.
Okkur var ekki úthlutaður kynningarbás og var það var visst áfall en Svíar aumkuðu sig yfir okkar og leyfðu okkar kynningarvöru að vera hjá sér. Því miður var lítill tími var til að heimsækja básana vegna of þröngrar dagskrár og vegna þess að þeir voru ekki á sama stað og máltíðirnar.
Mikil ánægja var með framgöngu Bjarna Haraldssonar, segir Sigríður, hann naut sín vel og hafði virkilegan áhuga. Við þurfum að yngja upp líkt og Svíar og Finnar hafa gert.
Fiðrildaverkefnið: Stefanía, sem var í símanum á Keflavíkurflugvelli á leið á undirbúningsfund Fiðrildaverkefnisin, sagði stuttlega frá því.
Norðurlandasamvinnan – Hela Norden ska leva: Guðrún og Stefanía sóttu fundinn í Færeyjum. Bara Norðmenn, Færeyingar og við mættu en Finnar voru með á zoom. Fundurinn styttur í einn dag. Farið var yfir hvað er á döfinni í hverju landi. Góðir fundir og notalegar samverur.
Erlendar heimsóknir áður en við fórum á þingið: Sigríður sagði frá því að tvær konur og einn karl komu frá Pólland að skoða möguleika á verkefni.
Og nýtt fólk frá verkefninu í Lettlandi kom einnig í heimsókn. Borðuðu með þeim en þau komu of seint fyrir skipulegar heimsóknir – of seint undirbúið – stjórnarfólkið í LBL var að fara úr landi. Kona í Kvenfélagi Hallgrímssóknar tók á móti þeim og einnig prestur þar og svo var farið niður í Hörpu. Guðrún skipulagði svo heimsókn í félagsstarf eldir borgara á Seltjarnarnesi. Hringurinn einnig heimsóttur og Spesjalistinn, starf fyrir einhverfa, og Hlutverkasetrið. Fengu svo að fara í Costco – ánægja með ferðina. Allir boðnir og búnir til að hjálpa. Starfið hefur fengið framlengingu. Ekki fjárhagslegur ávinningur hjá okkur að þátttökunni en ánægjulegt og dýrmætt fyrir Lettland. Skapar einnig ýmsar tengingar innanlands.
Fundur fólksins 16. og 17. sept.:
Við vorum með bás í stóru tjaldi við Norræna húsið laugardaginn 17. september. Vigfús var þar strax um morguninn en lítið var þá um utanaðkomandi gesti en mikið spjallað á milli borða sem var nokkur kynning á okkar samtökum. Vigfús og Ómar voru svo með stutta kynningu í Grósku í hádeginu. Nokkrar glærur en markviss frásögn Ómars frá þinginu í Póllandi. Þetta var tekið upp og er væntanlega aðgengilegt á netinu.
Ómar og Helga tóku svo að mestu við básnum eftir hádegi en Vigfús tók þátt í áhugaverðri dagskrá á vegum Amnesty International þar sem rætt var í litlum hópum við fólk sem hafði lent í ýmsum þrengingum m.a. flóttakonu frá Úkraínu. Ýmsir stöldruðu við básinn hjá þeim Ómari og rætt var við fólk á nálægum borðum m.a. Pírata um netlýðræði. Fram kom að Stefán Jón Hafstein er með nýja áhugaverða bók.
Björgvin. Lítið en gott að frétta frá Dalvík – mikil vinna hjá honum.
Helga fyrir vestan, göngur um þessar mundir, er að hætta með féð. Er orðin ein – Björn maður hennar lést í sumar úr heilakrabbameini. Þau höfðu unnið saman í öllu.
Fundi lokið kl. 21:30
Vigfús Ingvar Ingvarsson ritaði