Mars 2020

landlif2022FréttirLeave a Comment

Stjórnarfundur- símafundur LBL 3/3 2020 kl. 21:30

Mættir: Vigfús, Stefanía, Sigríður og Þórdís

  • Tekið fyrir tilboð frá Renötu í Búlgaríu um að vera með í samvinnuverkefni nokkurra landa. Hún er að vinna að styrkumsókn til Erasmus + svo ekki er enn víst að af þessu verkefni verði. Verkefnið myndi falla undir áherslur Erasmus á sjálfbærni og loftslagsmál. Góð kynni af Renötu auka tiltrú á verkefninu og því fylgdi fjármagn ef styrkurinn fengist. Áhersla er á íbúalýðræði og virka þátttöku fólks í samfélaginu með ýmsu móti. Þróuð yrði aðferðafræði, eins konar „verkfærakista“ til örva og virkja ýmsa hópa fólks ekki síst það fólk sem hættir til að verða út undan í samfélaginu t.d. aldraða og atvinnulausa. Þarna kemur t.d. inn að efla færni til að nýta fjölmiðla. Einhvers konar nýtniverkefni komu upp í umræðunni og hugsanlegir hópar á Dalvík og Fljótsdalshéraði. Verkefnið gæti einnig nýst í samstarfinu við Norræna félagið. Þyrfti að virkja ýmsa og yrði e.t.v. tæki til að ná yngra fólki inn í félög okkar. Almennt tekið jákvætt undir að samþykkja boð Renötu.

 

  • Áfram er fundað með Ásdísi hjá Norræna félaginu um mögulega samvinnu með Árna Páls-skýrslunnar sem grundvöll og í ljósi skýrslu Nordregio um samfélagsmál. Anna Karlsdóttir (hjá Nordregio) kemur líklega til landsins 26. mars – e.t.v. með málþing. Segir okkur þá meðal annars frá sænsku vinnulagi „námshringjum“.

Fleira ekki tekið fyrir

Vigfús Ingvar, fundarritari

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *