Stjórnarfundur- símafundur LBL 14/5 2020 kl. 20:30
Mættir: Vigfús, Stefanía, Sigríður og Þórdís, Björgvin og Guðrún.
- Mikið verið um afboðun á ráðstefnum og fundum. T.d. kom boð um þátttöku í fundi í Lettlandi í lok mars. Þar ætluðu allmargir aðilar að koma saman og fara yfir margs kyns verkefni. Þessu var eðlilega aflýst eða frestað um óákveðinn tíma vegna covid-19 faraldursins. Þær systur, Stefanía og Guðrún, sem ætluðu að fara til Lettlands, verða á netfundi á morgun (15/5) um framtíð þessa fundar eða ráðstefnu.
Fundi HNSL, sem vera átti í Færeyjum í lok apríl, var frestað um óákveðinn tíma.
Þá frestaðist fundur með Ásdísi hjá Norræna félaginu um möguleika á þátttöku í norrænum samstarfsverkefnum. Árna Páls-skýrslan þarna í bakgrunni. Og við einnig með byggðaþróun og málefni eldri borgara í huga. Stefnt á að þessi fundur verði 19. maí.
- Stefanía nefndi samstarfsverkefni ættað frá Hollandi sem okkur býðst þátttaka í. Þriggja ára verkefni sem hefur með að gera menningu, þróun og tengsl.
- Rætt var um Slóvakíuverkefnið sem hefur fengið styrkinn sem sótt var um. Stóra, langtímaverkefnið sem upp runnið var á sama stað, fékk hins vegar ekki styrk. Þetta styttra er samstarfsverkefni sem snýst um ungmenni sem hafa áhuga á að setjast að í sinni heimabyggð að námi loknu. Verða að kynna sér möguleika varðandi atvinnu eða einhverja nýsköpun. Svo færi fámennur hópur til Slóvakíu í október og kynnti hvernig staðið er að málum hérlendis og tæki þátt í umræðum. Hópur frá Slóvakíu kæmi svo hingað í nóvember. Gert er ráð fyrir að Egilsstaðir verði miðstöð þessa verkefnis hérlendis. Dagsetningarnar í haust eru vissulega háðar hvernig úr rætist með veirufaraldurinn þó að tiltölulega gott ástand sé nú í Slóvakíu. Að öðru leyti er enn nokkur óvissa yfir nánari útfærslu þessa verkefnis. Eitthvert samstarf við Austurbrú virðist nærtækt. Vigfús gat þess að hann væri aðeins farinn að þreifa fyrir sér með unglinga.
- Aðeins rætt um Skiltaverkefnið. Bein slóðin á myndbandið er: http://www.signsinthecity.net/signsgoesnorth/city/12-Reykjavik. Eins á að vera hægt að fara í gegnum heimasíðuna okkar, t.d: landlif.is- erlent samstarf -erlend verkefni og þar er mynd af bókinni. Velja hana eða hlekk neðar þá er komið inn á hlekkinn hér að ofan. Hægt að velja The movie. Bókin er komin á bókasöfn nema í Reykjavík – einhver tregða þar.
- Stefanía nefndi að hún hefði sent á stjórnarmenn efni um 17 heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um samfélagslega ábyrgð. Gæti verið áhugavert fyrir okkur að skoða t.d. þetta með vernd lífs á landi og í vatni.
Fleira ekki tekið fyrir fundi lokið kl. 21:30.
Vigfús Ingvar, fundarritari