Landsbyggðin lifi – Símafundur stjórnar 9. maí, 2019, kl. 21:00.
Mættir: Stefanía, Guðrún, Sigríður, Vigfús, Þórdís og Björgvin.
1) HNSL-fundur og Norrænu félögin: Stefanía og Guðrún voru á góðum vorfundi HNSL-fundi (Hele Norden Skal Leva) í Kaupmannahöfn 5. maí sl. (svo kynningar). Fundurinn var haldinn í húsnæði Norrænu félaganna enda mögulegt samstarf við þau félög á dagskrá og starf þeirra kynnt, m.a. mikið með ungu fólki og um tungumál. Þarna voru fulltrúar frá einvers konar byggðasamtökum sem starfa úti um allt í Danmörku og njóta stuðnings sveitarfélaga og ríkis við ýmis verkefni.
Stefanía of Sigríður eiga bókaðan fund með Ásdísi, framkvæmdastjóra Norrænu félaganna, þann 14. maí. Hugmynd að skoða Árna Páls-skýrsluna áður og draga út punkta sem gætu nýst inn í verkefni. Gott ef einhverjir gætu litið yfir skýrsluna.
Björgvin spyr um Lýðheilsustofnum, hvort ástæða sé til að hafa samband við hana varðandi könnun. Einnig hvort hægt sé að efla tengsl milli fólks á Norðurlöndum. „Hvað finnum við hér sem er áhugavert fyrir nágrannaþjóðirnar? Væri ekki ástæða til að auðvelda ferðalög eldri borgara á milli Norðurlanda – ekki bara ungs fólks? Menningarleg ferðaþjónusta – tengja byggðamálum. Mikilvægt að vita að hverju Norrænu félögin eru að vinna – forsenda samstarfs.
2) Signs verkefnið: Ekkert nýtt af því að frétta. Smávegis eftir að þýða af myndbandinu. Ákveða þarf kynningu með velferðarsviði Reykjavíkurborgar þegar tími prentunar bókarinnar liggur fyrir.
3) ERP: ERP-verkefni okkar á Spáni var hafnað. Á þinginu á Spáni í haust verðum við að horfa eftir erlendum samstarfsaðilum.
Fleira ekki tekið fyrir
Vigfús Ingvar Ingvarsson ritari