Júlí 2019

landlif2022FréttirLeave a Comment

Landsbyggðin lifi – Símafundur stjórnar 18. júlí, 2019, kl. 20:30.

Mættir: Stefanía, Guðrún, Sigríður, Vigfús, Þórdís, Björgvin og Ómar.

Fyrst rætt um ferð fulltrúa okkar á þing ERP (European Rural Parliament) sem verður haldið í Candás á Norður-Spáni, 6.- 9. nóvember í haust. Þær systur Stefanía og Guðrún, ásamt Sigríði koma fljúgandi frá Stokkhólmi til Candás (OVD flugvöllur). Vigfús og frú (Ástríður Kristinsdóttir) fljúga fyrr til Barselóna (með Norwegian þann 31/10) og eru að spá í að koma með næturstrætó frá Barselóna til Candás og vera þar tímanlega fyrir setningu þingsins. Þau fljúga svo frá Candás þann 10/11 til Alicante.

Óvíst er hvort Ómar getur gefið sér tíma til að koma með okkur, og þá með Helgu konu sinni.

Við eigum frátekna gistingu í Candás frá 6.-9. nóv. (spurning þá með aðfararnótt 10/11).

Ath. að staðfesta þarf þátttökuna í þinginu.

Signs-verkefnið: Tilboð í prentun á 400 bókum. Athuga að stefna á kynningu í Gerðubergi með (fjölmenningar)kórnum og á Lísu á Akureyri, fyrstu helgi í september. Lokauppgjörið verður svo í Stokkhólmi.

Fundir hafa verið með Norræna félaginu. 900 milljónir á næsta ári í tæknisjóði. Rætt í síðustu viku um mögulega samvinnu okkar við Norræna félagið. Rætt um það hvernig fólk getur komið að ákvörðunartöku. Árna Páls-skýrslan inni í myndinni en hún var unnin fyrir norrænu ráðherranefndina. Það yrði þá okkar frumkvæði að vinna út frá henni.

Mikilvæg spurning: Hvaða málefni telur fólk (á ýmsum stöðum) að þurfi að vinna með? Félög eldri borgara hugsanlegir samstarfsaðilar.

Athuga þarf betur hvort myndbandið hans Ómars kemst ekki í sýningu á þinginu. Það var sent til Vanessu. Ómar og Guðrún fylgist með þessu máli og ítreki eftir þörfum. Einhver mr. Ower[?] nefndur í þessu samhengi.

Fleira ekki bókað

Vigfús Ingvar Ingvarsson, ritari

 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *