Apríl 2021

landlif2022FréttirLeave a Comment

Símafundur samtakanna Landsbyggðin lifi, 15. apríl ´21, kl. 20:30

Mættir: Stefanía, Sigríður, Guðrún Vigfús, Helga, Þórdís og Ómar. Fundurinn var í gegnum messenger og flestir bæði í mynd og tali.

Farið var yfir stöðuna.

Stefanía um samfélagsverkefnið: Búið að gera greinargerðir um Norrænu félögin, Kvenfélagasambandið, Fjölmenningarkórinn, Hæglætisverkefnið á Djúpavogi og starf Ómars við að kynna vistvænni samgöngumáta. Þessi gögn voru send utan á sunnudaginn (11. apríl).

Samband hefur verið haft við 35 hagsmunaaðila.  Björgunarsveitir þá eftir vegna mannaskipta en þeir hafa móttekið erindi frá okkur.

Kvenfélagasambandið er í sambandi við Landvernd um loftslagsmál sem er áhugavert í okkar samhengi.

Yfirlit um verkefni sem við tökum þátt í er í vinnslu.

Um daginn var rætt að það þyrfti að fara austur í vor, á Djúpavog og skoða áætlun hjá Fjarðabyggð – þetta er enn í skoðun.

Ekki hefur fundist nein námsskrá um samfélagslega þátttöku. Málefni sem mikið er unnið að í Evrópu og mikið styrkt. Gæti þetta komið út úr okkar verkefni?

Mannréttindaskrifstofan benti á okkur vegna þessa pólska verkefnis en netfundur verður í fyrramálið á vegum þess. Stefanía gæti verið á þeim fundi í takmarkaðan tíma. Komnar eru meiri upplýsingar um til hvers er ætlast. Vigfús verður með á morgun ásamt Stefaníu. Hann fæ meiri gögn í tölvupósti.

Eigum að kynna LBL og segja frá áskorunum hvað snertir samfélagslega þátttöku fólks á Íslandi.

Fundur verður á vegum Félags kvenna í atvinnurekstri á Bifröst á laugardaginn einnig á neti.

Nokkurn tíma tók að tengja alla inn á fundinn og að lokinni þessari yfirferð bar ýmislegt á góma.

Ómar er ekki búinn að fljúga yfir gosið en það er á dagskrá og þá sem leiðsögumaður. Gígastjaki er áhugaverð tillaga hans um nafn á gosinu.

Dóttir Þórdísar hefur keypt fyrrum Nautastöðina á Hvanneyri og er að breyta um 500 m2 húsnæðinu, Þetta leiddi til spjalls um fólk ættað frá Hvestu í Arnarfirði.

Nokkuð var liðið á kvöldið þegar fundi lauk.

Vigfús Ingvar Ingvarsson ritaði

Leyfi mér svo að geta þess að „pólski fundurinn“ gekk vel en þar voru fróðleg innlegg frá Noregi. Þar virðist m.a. mega finna eitthvað í ætt við námsskrár.

Sem dæmi um það sem rætt var má nefna hvernig ná megi til unga fólksins. „Við verðum að hafa tiltæk áþreifanleg verkefni (eða miða að þeim). Vera skapandi og binda okkur ekki við hefðbundin fundarform. Hitt fólkið þar sem það er. Leita upp fólk sem vill breyta heiminum.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *