Eflum byggð um land allt

Landsbyggðin lifi
Hreyfing fólks á Íslandi sem vill örva og efla byggð um land allt.

SAMTÖKIN

Landsbyggðin lifi

Hreyfing fólks á Íslandi sem vill örva og efla byggð um land allt.

Áhersla er lögð á að tengja fólk saman og hjálpast að við að mynda sterk heildarsamtök, samstarfsvettvang fyrir einstaklinga og hvers konar óháð áhugamannafélög sem hafa það á stefnuskrá sinni að styrkja og efla heimabyggð sína og stuðla þannig að samstiga þróun byggðamála um land allt bæði efnahags- og menningarlega.

Markmið SAMTAKANNA LBL

Við leggjum áherslu á

SAMSTARF

Landsbyggðin lifi býður velkomin til samstarfs öll áhugamannafélög, sem þegar eru starfandi vítt og breitt um landið og vinna að bættum hag íbúanna og ánægjulegra lífi í hverju byggðarlagi.

 

BÆTTAN HAG ÍBÚA

Áhersla er lögð á gott samstarf aðildarfélaga innan Landsbyggðin lifi, svo og við öll óháð félagasamtök sem starfa í þeim anda að styrkja heimabyggð sína – alls staðar á landinu.

 

FRAMTÍÐINA

Meginmarkmið og framtíðarsýn Landsbyggðin lifi er að stuðla að myndun samstöðuhópa, þ.e. framfara-, velferðar- eða þróunarfélaga, helst í hverju sveitarfélagi landsins.

 

LANDSBYGGÐIN LIFI

Erlent samstarf

Landsbyggðin lifi er aðilar að samtökunum Hela Norden ska leva, sem leggur áherslu á tengslanet á Norðurlöndum. Reglulega eru haldin dreifbýlisþing, og hafa fulltrúar frá LBL sótt mörg þeirra auk þess sem fulltrúar frá HNSL hafa sótt dreifbýlisþing hérlendis.  HNSL og Nordregion voru með fund á Dalvík 20. apríl 2018.

Fulltrúar LBL hafa einnig sótt dreifbýlisþing á vegum samtakanna European Rural Parliament, sem tilheyrir samtökum Evrópskra dreifbýlissvæða. Næsta þing á vegum þeirra verður haldið á Spáni, 6-9 nóvember 2019.

FRÉTTIR

Fréttir af starfinu

Aðalfundur Landsbyggðarinnar lifi 2018

Aðalfundur Landsbyggðarinnar lifi verður haldinn á Egilsstöðum þann 3. nóvember kl 10-14. Nánari staðsetning verður auglýst síðar. Þeim, sem hafa í huga að bjóða sig fram í aðal- eða varastjórn, er bent á að senda upplýsingar á netfangið...

Málþing um byggðamál

Í tengslum við aðalfund Landsbyggðinnar lifi og í félagi við Framfarafélag Fljótsdalshéraðs verður haldið málþing um byggðamál á Hótel Héraði föstudaginn 2. nóvember 2018 kl 14-17. Allir velkomnir.

Grein skrifuð af Sigríði Hrönn Pálmadóttur

Í framhaldi af þáttöku í ráðstefnu um aðlögun flóttamanna sem haldinn var í Kaupmannahöfn 20. nóvember 2018, skrifaði Sigríður Hrönn Pálmadóttir grein fyrir Landsbyggðin lifi. Sjá hér

LANDSBYGGÐIN LIFI

Hafðu samband

Landsbyggðin lifi

kt: 5907012540

LANDSBYGGÐIN LIFI