Aðalfundur 2020

Fundargerð aðalfundar samtakanna Landsbyggðin lifi, 23. sept. ´21, kl. 19:30

Mættir: Björgvin Hjörleifsson, Stefanía Gísladóttir, Sigríður B. Svavarsdóttir, Guðrún Torfhildur Gísladóttir, Vigfús Ingvar Ingvarsson og Ómar Ragnarsson. Fundurinn var í tali og mynd í gegnum „viðburð“ á Fésbók.

Dagskrá:

Formaður setur fund (um kl. 19:50 eftir nokkurt basl sumra fundarmanna við að ná inn á netinu) –  stingur upp á Sigríði sem fundarstjóra.

 1. Kosning fundarstjóra. Sigríður samþykkt.
 2. Kosning ritara. Vigfús skipaður fundarritari .
 3. Kosning kjörbréfanefndar. Stefanía og Sigríður samþykktar. Nefndin hefur störf.
 4. Dagskrá lögð fram og kynnt. Stefanía gerir það.
 5. Inntaka nýrra félaga. Guðrún leggur fram til einstaklingasaðildar, dætur sínar: Sigríði Hrönn Pálmadóttur og Írisi Dröfn Pálmadóttur. Félagsaðild þeirra samþykkt.
 6. Kjörbréf afgreidd. Ekki talin þörf á sérstökum kjörbréfum en allir viðstaddir úrskurðaðir rétt kjörnir fulltrúar.
 7. Skýrsla stjórnar flutt og rædd: Stefanía les skýrsluna. Hún nær aftur að aðalfundi 2019. Rætt um nokkur atriði skýrslunnar m.a. um dreifingu bókarinnar Skiltin í Reykjavík. Hún er komin á ýmsa staði en nokkur eintök eru enn til. Minnt á góða kynningu Ómars á Fundi fólksins um Evrópsku dreifbýlisþingin.
 8. Reikningar með áritun skoðunarmanna lagðir fram: Guðrún fer yfir áður útsenda reikninga fyrir árin 2019 og 2020. Tekjur árið 2019 voru kr. 154.490 en gjöld kr. 1.030.133. Tekjurnar voru hins vegar kr. 3.737.963 árið 2020 en útgjöldin ekki nema kr. 190.812. Staðan er því góð í árslok 2020 (2.613.063) þrátt fyrir að ekkert framlag hafi fengist frá ríkinu en búið að gera upp sænska verkefnið. Covid dró úr virkni og kostnaði.
 9. Fjárhagsáætlun fyrir 2022 kynnt. Guðrún útskýrir hana. Óvissa með greiðslufyrirkomulag vegna Active Citizen fund verkefnis (Slóvakía). Engar greiðslur komnar enn vegna Our Civic Heritage verkefnisins. Vel tekið undir þessa áætlun en óvissa mikil.
 10. Reikningar skýrðir, ræddir og afgreiddir. Samþykktir samhljóða.
 11. Lagabreytingar. Enga tillögur eru um lagabreytingar.
 12. Skýrslur frá aðildarfélögum teknar fyrir og kynntar (Gert er ráð fyrir 3 mínútum á hvert félag). Dauft yfir Framfarafélagi Öxarfjarðar (Stefanía) – málin í farvegi verkefnisins Brothættar byggðir. Björgvin segir einnig rólegt hjá félaginu á Dalvík en stefnt á að koma saman. Rólegt einnig hjá Framfarafélagi Fljótsdalshéraðs (Vigfús). Unnið hefur verið að því að koma af stað nýrri útgáfu af ritinu Sveitir og jarðir í Múlaþingi (nafnið verður víst að breytast). Einnig var send ályktun til að hvetja til að leyfi fengjust fyrir hamprækt í Gautavík.
 13. Stefnumörkun LBL fyrir 2022 rædd. Stefnumörkunin var yfirfarin árið 2019 og samþykki þá á aðalfundi með litlum breytingum. Samþykkt nú að yfirfara og endurskoða stefnumörkunina fyrir næsta aðalfund. Höfum ekki staðið okkur nógu vel í að koma kynningum á framfæri eins og rætt var um á síðasta aðalfundi. Ætti að vera í starfsáætlun sem verkefni stjórnarfunda næsta árs að vinna efni (smá fréttapistla). T.d. fyrir Bændablaðið.
 14. Kosning stjórnar og varamanna. Uppstillinganefndin: Ragnar Stefánsson, Pétur Guðvarðsson og Stefanía. Nefndin leggur til óbreytta stjórn en stjórnin gefur kost á sér. Það var samþykkt.
 15. Kosning skoðunarmanna, varamanns og uppstillingarnefndar. Skoðunarnefndi kjörin óbreytt: Þórdís Hjálmarsdóttir og Jón Halldórsson, Björgvin til vara. Samþykkt einnig að uppstillingarnefndin verði óbreytt.

Stjórn endurkjörin.

 1. Ákvörðun árgjalds fyrir næsta starfsár. Það gleymdist víst að rukka síðasta ár. Samþykkt einróma að halda sig við 3000 kr. og að senda tölvupóst og biðja fólk að millifæra greiðslu.
 2. Önnur mál: Guðrún sagði frá vinnufundi með Hamrinum í Hafnarfirði með fólki frá Slóvakíu. Mikilvægur fundur nú um miðjan næsta mánuð í Slóvakíu. Breyttar forsendur og enginn fer frá Hamrinum, samstarfsaðila okkar í Hafnarfirði. Góð ráð dýr. Guðrún talaði við dóttur sína í Danmörku og vinkonu hennar. Tilkynnt að ein kæmi frá Danmörku og ein frá Íslandi með fyrirvara um breytingar. Hugmyndin um að virkja þessar systur í sambandi við ungt fólk. Eru aðrir tiltækir? Ekki virðist svo vera. Stefanía leggur til að greiðsla fyrir erindi sem þær flytja gangi til þeirra. Samþykkt að senda þetta unga fólk, dætur Guðrúnar, Sigríði Hrönn og Írisi Dröfn, og einnig um greiðslurnar fyrir erindin.

Sigríður: Þær Stefanía komu um daginn í Gautavík, keyptu minjagripi til að gefa í erlendu samstarfi. Stórkostlegt að koma þar.  Settu svo dálítið af myndum inn á heimasíðunni. Sést m.a. þegar jurtir eru vökvaðar með vatni af fiskum sem ræktaðir eru þarna. Pálmi (iðnhönnuður sem vann áður hjá Össurri) búinn að teikna sjálfbærnikjarna, sem elliheimili er hluti af. Hefur verið í sambandi við Svein í Kálfskinni.

Fundi slitið kl. 21.23

Vigfús Ingvar Ingvarsson, fundarritari