Símafundur stjórnar samtakanna Landsbyggðin lifi haldinn 15. febrúar 2024 kl. 20:40 á Facebook.
Mættir: Hildur Þórðardóttir, Sigríður Svavarsdóttir, Stefanía Gísladóttir, Guðrún Gísladóttir og Vigfús Ingvar Ingvarsson.
Áður kynnt dagskrá tekin fyrir – Hildur stjórnar fundi:
Málstofa Hela Sverige ska leva – HSSL í tengslum við verkefnið. Sænsk-íslenskt viðburðaár 2024-2025. Samstarf með Norræna félaginu:
Tímabil verkefnisins er frá hausti ´24 og fram til vors ´25.
Hugmynd um að bjóða tveim frá HSSL til Íslands til að tala á málstofu sem haldin yrði í samvinnu við Norræna félagið með yfirskriftinni: Dreifbýli, áskoranir og tækifæri. Verið er að sækja um styrk í sænsk ísl. samstarfssjóðinn.
Sænska dreifbýlisþingið: Það verður haldið í Nyköping í Sörmland (Södermanland) – suður af Stokkhólmi, 24.-26. maí. Einum er boðið (aðeins þarf að greiða ferðir). Ef til vill færu tveir. Þarf að heyra í Bjarna hvort hann gæti farið.
Fiðrildaverkefnið – í gangi: Er að klárast – var verið að þýða síðustu samantekt, aðallega þýðing af íslensku yfir á ensku.
European Rural Parliament könnun: Hildur og Stefanía svöruðu þessari könnun. Ekki verður þinghald á þessu ári vegna ókyrrðar í Armeníu þar sem þingið átti að vera – en fundur í haust.
Eins dags fundur verður í Belgrad í Serbíu, 23. apríl í vor, á vegum EURORESO. Þetta eru væntanlega mikilvægir fundir fyrir okkur. Hildur til með að fara á a.m.k. annan fundinn. Þátttaka okkar á þessum fundum verður skoðuð betur.
Finnska verkefnið – búið að sækja um styrk í Nordplus Adult til að fara út og undirbúa verkefnið: Áform að a.m.k. Hildur og Stefanía fari til þess utan í júní ef styrkur fæst.
Sjálfbærniverkefnið – Til dæmis að senda einhvern í sjálfbærniskólann: Vigfús athugi hvaða námskeið eru opin þar. Hann bendir (að fundi loknum) á síðu skólans, hskolinn.is.
Frekara samstarf með Norræna félaginu: Stefanía er búin að hitta Ásdísi vegna þess og er vilji til að halda áfram með verkefnið Af stað aftur og aftur. Stefanía og Hafrún munu sinna því.
Önnur mál.
Aðilar frá Lettlandi sem fengu styrk úr Nordplus munu líklega ekki koma fyrr en í haust til Íslands. Aðilar frá Litháen sóttu einnig um styrk til Nordplus til að skoða samstarfsmöguleika, svör frá sjóðnum koma í maí og á það einnig við um fyrrnefnda umsókn okkar.
Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið um kl. 21:20
Vigfús Ingvar Ingvarsson ritaði