Ágætu landsmenn nær og fjær.
Samtökin Landsbyggðin lifi óska öllum landsmönnum gleðilegrar hátíðar og farsældar á nýju ári.
Kærar þakkir til allra sem hafa komið að starfi samtakanna, þar má nefna framfarafélög, einstaklinga og virka hópa sem hafa tekið þátt í gegnum árin. Einnig öllum þeim sem hafa fylgst með verkefnum á vefsíðu samtakanna landlif.is og “facesíðunni” Landsbyggðin lifi – farsæld til framtíðar.
Við í stjórninni erum þakklát fyrir góðan árangur og samvinnu sem skilar af sér birtu til framtíðar, nægjusemi og nýrri sýn á lífið.
Verum virk í sjálfbærni og samvinnu.
Hátíðarkveðja frá samtökunum Landsbyggðin lifi.