Fundargerð Landsbyggðin lifi – símafundur 9. nóvember 2023 kl. 20:30

Bjarni HaraldssonFréttir Leave a Comment

Fundargerð Landsbyggðin lifi – símafundur 9. nóvember 2023 kl. 20:30

 

Mættir: Hildur Þórðardóttir, Stefanía Gísladóttir, Björgvin Hjörleifsson, Guðrún Torfhildur Gísladóttir og Vigfús Ingvar Ingvarsson. Helga Guðný Kristjánsdóttir kom inn undir lokin.

 

  1. Ályktun (hugmynd) Vigfúsar rædd í sambandi við Fiskidaginn og öryggisgæslu. Tillaga að ályktun er eftirfarandi:

 

Í ljósi þess að ákveðið hefur verið að leggja niður árlegan Fiskidag á Dalvík, ekki síst vegna mikils löggæslukostnaðar, vilja samtökin: Landsbyggðin lifi, vekja athygli á og mótmæla því misrétti sem viðgengst – að þeir sem standa fyrir fjöldasamkomum á landsbyggðinni þurfi að greiða fyrir löggæslu en að samsvarandi reglur gildi ekki um Höfuðborgarsvæðið.

 

Ákveðið að Vigfús skoði þetta betur. Hvort höfuðborgarsvæðið þurfi ekki líka að borga fyrir löggæslu.

 

  1. Aðalfundur HNSL (Hela Norden ska leva) 3. nóvember. Fundinn sóttu þær Hildur og Stefanía. Hildur vísar til skýrslu um þennan fund sem hefur verið send út. Spurning hvað við getum sent marga á sænska dreifbýlisþingið næsta vor, 24.-26. maí 2024 í Nyköping. Stefanía mun undirbúa umsókn hjá Rannís með Guðrúnu um styrk fyrir sjö manns til að fara. Kanna hvort hver þurfi að sækja um fyrir sig. Mögulegt að sækja um styrki fyrir 1. febrúar.

 

  1. Verkefnið Af stað – aftur og aftur. Stefanía búin að senda Ásdísi tölvupóst. Bíðum eftir að fá fund með henni eða svar um stöðu verkefnisins hjá Norræna félaginu. Ákveðið að taka þetta mál aftur upp á næsta fundi.

 

  1. Ráðstefna Byggðastofnunar aðgengileg á netinu. Fram kom að ekki er um að ræða raunfækkun fólks á landsbyggðinni. Útgefin bók Byggðafesta og búferlaflutningar á Íslandi. Ákveðið að kaupa bókina fyrir samtökin og láta hana ganga milli manna.

 

  1. Nýtt verkefni um sjálfbærni – geyma að ákveða hvað við ætlum að gera þar til eftir dreifbýlisþingið sænska. Safna saman greinum og viðburðum um málið. Gott væri að hafa slíkt yfirlit áður en við förum á þingið í Svíþjóð.

 

  1. Önnur mál – Matvælaþing í Hörpu næsta miðvikudag. Sigríður og Hildur ætla að mæta og gefa skýrslu. Björgvin ætlar að skoða að hvort streymið verði aðgengilegt eftir þingið. Hvetja fleiri stjórnarmenn til að skrá sig. Guðrún sendir hlekk.

 

Fólkið frá Lettlandi – uppboð verður haldið á Eiðistorgi föstudaginn 24. nóvember eftir hádegi kl. 4. Guðrún sendir á okkur upplýsingar um viðburðinn. Þau koma með vörur til að selja og gefa ágóðann. Oft í málefni tengt þroskaheftum eða einhverfum. Fleiri verða með söluborð. Guðrún er að vinna í markaðsmálum, verið að hanna auglýsinguna úti. Kannski skemmtiatriði.

 

Skipuleggja kvöldverð með fólkinu, spurning hvaða kvöld. Athuga hvort Sigríður geti eldað. Haldið heima hjá Guðrúnu. Öllum boðið.  Skipuleggja ferðalög með þeim út á land (nágrennið).

 

Fundi slitið kl. 9:22

Vigfús Ingvar Ingvarsson ritaði

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *