Stjórnarfundur Landsbyggðin lifi 12. október, 2023, kl. 21:30

Bjarni HaraldssonFréttir Leave a Comment

Stjórnarfundur Landsbyggðin lifi 12. október, 2023, kl. 21:30

Á línunni voru: Hildur, Stefanía, Sigríður, Vigfús, , Helga Guðný, Björgvin og Hafrún Káradóttir.

Fyrsta mál á dagskrá var uppgjör nýliðins aðalfundar. Vigfús hefur sent Sigríði undirritaða fundargerð aðalfundarins sem síðar verður undirrituð af stjórnarmönnum sem búsettir eru utan Austurlands.

Fundargerð málþingsins um sjálfbærni sem haldinn var á Egilsstöðum 30. sept. sl. sögð líta vel út. Vigfús beðinn um að þeir Bjarni sjái um að fá glærur fyrirlesara sem Bjarni komi inn á vef LBL.  Sigríður nefnir að eitthvert vandamál sé á heimasíðunni – getur ekki opnað fundargerðir þar – Bjarni þyrfti að líta á þetta.

Hildur segir bréf komið um möguleika á að Evrópska dreifbýlisþingið (ERP) verði haldið í Armeníu á næsta ári (þessu fallega og sögufræga landi). Þetta lengir leið okkar en ekki talin ástæða til að gera athugasemdir við þennan fundarstað.

Þing EURORESO (evrópsk tengslanet sem LBL hefur gerst aðili að) var haldið, fyrr á þessu ári, í Tyrklandi án þess að fulltrúi frá okkur væri þar. Stefanía segir að við verðum að eiga fulltrúa á næsta þingi þessa tengslanets.

Bjarni og Stefanía voru á fundi HNSL (Líf um öll Norðurlönd) í sl. aprílmánuði. Næst verður fundað í Stokkhólmi þann 3. nóvember nk. Aðeins verður fundað þennan föstudag en reiknað með samveru kvöldið áður. Stefanía fer á þann fund en Bjarni kemst ekki. Hildur sýnir áhuga á að fara og niðurstaðan er að þær fari báðar á þennan fund HLSL ef Hildur reynist eiga heimangengt á þessum tíma.

Önnur mál:

Inntaka Bjarna Þórs Haraldssonar (Dalskógum 5b, Egilsstöðum) í LBL einróma samþykkt.

Björgvin þakkar fyrir málþingið: „Gaman var að sjá þessa grósku fyrir austan. Við ættum að senda frá okkur smáályktun um sjálfbærnimálin.“ Hildur er að skrifa grein í Bændablaðið. Sigríður: „Þú, Björgvin, gætir gert uppkast að ályktun eða þess háttar.“

Tekið var undir að málþingið hafi gengið vel en Hildur segir að það hafi verið rekið full hratt áfram. Ekki er kominn reikningur fyrir salinn. Sigríður gjaldkeri segir að nýlega hafi komið inn um 400 þús. kr. vegna erlends verkefnis.

Hún spyr hvort við ættum ekki að setja upp verkefni innanlands og sækja um styrk. Hildur segist ekki bjartsýn á styrk. Sigríður segir að við þurfum að vinda ofan af framleiðsluháttum matvæla. Hildur: „Við ættum að fara í samstarf við aðila í svipuðum verkefnum sem tengjast sjálfbærni.“

Nokkrar umræðum urðu í framhaldi af þessum orðum og bent var á ýmsa í þessu samhengi m.a. minnst á dugnað Oddnýjar Önnu Björnsdóttur í Gautavík. Hvernig ætti svona verkefni okkar að vera? Hvatning líklega mikilvægust í þessu sambandi – safna upplýsingum og koma þeim á framfæri – bæklingur, sjálfbærniblað? Hildur nefnir hlaðvarp (podcast). Helga Guðný getur um Rakel Garðarsdóttur í Reykjavík sem framleiðir vistvænar vörur (sápur). Ýmislegt af þessu tagi einnig í gangi fyrir vestan t.d. grænmetisrækt íbúa á Ísafirði. Hildur segir mikilvægt að hvetja neytendur og upplýsa þá hvar ýmislegt fæst og hvetja til eigin ræktunar og auka þekkingu á efnainnihaldi matvæla. Helga segir þekkingu á meðhöndlun matvæla minni en áður. Yngra fólkið kann t.d. ekki sláturgerð og kaupir margt meira eða minna tilbúið. Það þarf að koma inn í skólana einföldu matreiðslunámskeiði. Tengslin við uppruna matvæla að bresta. Björgvin: „Væri hægt að hvetja sveitarfélögin til að útvega fólki land til að rækta á grænmeti? Vel tekið undir þetta. Helga segir að það þurfi að tæta slíkt land að vori og aðgengi þurfi að vera að vatni. Björgvin segir að þetta hafi verið til staðar á Dalvík en nánast horfið. Vekja mætti fólk með grein í Bændablaðinu. Vigfús bendir á „Verkfærakistuna“ – leiðbeiningar um að virkja fólk og vinna að framgangi mála – sem varð til í verkefninu um samfélagslega arfleifð sem lauk í sumar (OCH). Er þetta komið inn á vef okkar? Vigfús þakkar einnig Björgvin fyrir þrautseigju hans í langri formannstíð í LBL. Björgvin segir rétt að koma hvatningu um grænmetisrækt á framfæri mars/apríl.

Fundi slitið um kl. 21:15

Vigfús Ingvar Ingvarsson ritaði

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *