Málþing um sjálfbærni
haldið í Sláturhúsinu, menningarmiðstöð á Egilsstöðum á vegum samtakanna Landsbyggðin lifi og Framfarafélags Fljótsdalsfélags, 30. september 2023.
Málþingið hófst með því að stjórn LBL, fulltrúar frá Framfarafélagi Fljótsdalshéraðs og þau sem voru með innlegg á málþinginu heimsóttu Vallanes. Þar kynnti Eymundur Magnússon starfsemina og snædd var máltíð í Asparhúsinu í hádeginu.
Hildur Þórðardóttir, nýkjörinn formaður samtakanna LBL setti þingið á Egilsstöðum kl. rúmlega 14. Þingið sóttu 16 manns.
Fundarstjóri: Ásdís Helga Bjarnadóttir tók svo við stjórninni.
Eftirfarandi innlegg voru síðan á málþinginu:
- Guðrún Schmidt ræddi um grunnstef málþingsins, sjálfa sjálfbærnina
Guðrún vinnur á vegum Landverndar. Hún fjallaði um sjálfbærni í víðu samhengi. Sjálfbærni oft misskilið hugtak. Siðferðilegt mál, framtíðarsýn um jafnvægi. Yfirþyrmandi áskoranir sem heimsbyggðin stendur frammi fyrir. Heimsmarkmið. Staðardagskrá 21.
- Oddný Anna Björnsdóttir: Beint frá býli um sjálfbærni og nýsköpun.
Oddný er framkvæmdastjóri Samtaka smáframleiðanda matvæla.
- Rúnar Þór Þórarinsson: Um lífrænan áburðar- og lífkolagerð.
Rúnar vinnur hjá Jarðlífi hf. sem er að koma upp umhverfisvænu landeldi á fiski í stórum stíl í Ölfusi. Hann sagði frá Visthæfingu landeldis sem fyrirtækið First Water vinnur að. Laxinn skilar miklum afurðum miðað við fóðurmagn. runar@jardlif.com
- Cornelis Aart Meijles: Verður bóndinn læknir framtíðarinnar?
Ekki plægja jörðina það skemmir lífið í jörðinni. Næringargildi matvæla hefur minnkað mikið á síðustu áratugum. Þurfum nýjan skilning á hugtakinu „næringarefni“ Nærum jarðveginn ekki plönturnar. Dreifði til þeirra sem þiggja vildu Silphium perfoliata (vöggufífli) sem pottablómi sem flytja má út í vor.
- Anna Berg Samúelsdóttir: Hringrásarkerfið og stefna stjórnvalda.
Anna Berg vinnur hjá Matís Landbúnaðurinn hérlendis ekki tilbúinn í umbreytingar.
Eftir nokkrar umræður var þinginu slitið um kl. 16:30. Fyrirlestrarnir (innleggin) verða aðgengileg á vef LBL.
Vigfús Ingvar Ingvarsson ritaði