Símafundur Landsbyggðin lifi  7.9 2023 kl. 20:30

Bjarni HaraldssonFréttir Leave a Comment

Símafundur Landsbyggðin lifi  7.9 2023 kl. 20:30

Mætt eru:  Sigríður, Þórdís, Björgvin, Helga, Stefanía, Ómar í stutta stund. Einnig voru Bjarni og Hildur á fundinum.

Björgvin setti fund.

Aðalfundur á Egilsstöðum 30/9 2023. Verður haldin í Gamla sláturhúsinu á Egilsstöðum. Byrjar kl. 9:00

Hádegismatur í Vallarnesi kl. 12:00 en að auki verður skoðað hvað fer þar fram. Kl. 14:00 hefst málþing LBL og Framfarafélags Fljótsdalshéraðs  um   landsbyggðarmál, sjálfbærni og fleira í Gamla sláturhúsinu . Stefnt á að því ljúki kl. 17:00 vegna flugs stjórnarmanna suður.

Stjórnarmenn koma til Egilsstaða á föstudag, með flugi frá Reykjavík og á bíl frá Dalvík. Gist verður eina nótt. Fólk þarf að láta Bjarna vita hverjir ætla að gista og hverjir verða saman í herbergjum.

Björgvin gefur ekki kost á sér sem formaður áfram en er til í að vera í varastjórn. Aðrir gefa kost á sér áfram en eru tilbúnir að færa sig milli aðalstjórnar og varastjórnar eftir þörfum.

Ákveðið að Bjarni sendi auglýsingu í Austurgluggann og á heimasíðu LBL.  Hildur mun útbúa viðburði á Facebook um aðalfundinn og málþingið.

Skýrsla stjórnar 2021 og 2022. Björgvin biður fólk um að senda inn uppl.  í tölvupósti um hvað hefur verið í gangi. Vinnum svo skýrslu stjórnar upp úr því.

Fundur fólksins. Laugardagurinn 16.9 2023.

Sigríður, Hildur og Vigfús mæta og Ómar ef hann mögulega getur þar sem  16/9 er Dagur íslenskar náttúru og valin sú dagsetning . Verið er að útbúa og láta prenta banner til að hafa á svæðinu.  Hildur útbýr viðburð á Facebook og mun hafa samband við fjölmiðla til að ræða um Fund fólksins og málþingið. Skoðar hvort hægt verði að komast í Mannlega þáttinn.

Stefanía sagði frá listadvöl Groupe ToNNe á Kópaskeri. Myndbönd sem gerð voru er enn ekki komin á heimasíðu Butterflies – Fiðrildaverkefnisins en hún mun deila þeim  á Facebook síðu LBL þegar þau eru komin inn.   Our Civic Heritage – OCH er formlega lokið, lokaskýrslu hefur verið skilað.

Fleira ekki tekið fyrir og fundi lauk 21:15

Fundagerð ritaði Stefanía.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *