Stjórnarfundur Landsbyggðin lifi 14. júlí, 2023, kl. 21:30

Bjarni HaraldssonFréttirLeave a Comment

Stjórnarfundur Landsbyggðin lifi 14. júlí, 2023, kl. 21:30

Á línunni voru: Stefanía, Guðrún, Sigríður, Vigfús, Þórdís, Helga, Hildur, Þórarinn og Björgvin og Ómar bættist svo við.

Þetta var á dagskrá:

Aðalfundur samtakanna í haust og málþing samhliða honum:

Vigfús greindi frá því að búið væri að bóka fyrir okkur Sláturhúsið, Menningarhús á Egilsstöðum þann 30. september. Við þurfum að fylgja því eftir með því að skoða hvaða aðstöðu við þurfum og nánara skipulag (Ragnhildur forstöðumaður).

Skoða þarf gistiaðstöðu, væntanlega fyrir um 8 manns, aðfaranótt laugardags og sunnudags. Gott að væri að stjórnin gæti verið saman. Gætu Sigríður og Þórarinn ekki athugað það? Tehúsið er t.d. með gistingu í næsta húsi.

Björgvin: Áhugavert væri að skoða eitthvað t.d. Vallanes.

Vigfús og Þórarinn tóku þátt í kaffispjalli í Tehúsinu þann 14. júlí með fólki úr umhverfishópi sem heitir Sjálfbært Austurland. Hólmfríður Sigurbjörnsdóttir (hsigurbjornsdottir93@gmail.com), nemi í umhverfisfræðum á Hvanneyri, hafði frumkvæði að því að stofna hann á fésbók. Dýrmætt að komast í tengsl við þetta áhugasama fólk.

Aðeins rætt um möguleg innlegg á málþinginu. Bjarni á Völlum í Svarvaðadal með berjabúgarð – Björgvin heyrir í honum. Eystra eru Vallanes, Gautavík og Hallormsstaðskóli inni í myndinni. Hvað með tengsl við bændasamtökin? Er eitthvað sem við gætum deilt frá ERP-þingum?

Hildur og Sigríður eru til í skrifa grein í Bændablaðið um málþingið, einnig um Írlandsförina.

Björgvin biður um að senda sér efni í ársskýrslu.

Önnur mál:

Hildur tekur að sér þýðingar tengdar Fiðrildaverkefninu

Stefanía minnir á að 14. ágúst – 4. september verða Frakkar á Kópaskeri í tengslum við Fiðrildaverkefnið.

Fundi slitið kl. 21:15

Vigfús Ingvar Ingvarsson ritaði

 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *