Stjórnarfundur Landsbyggðin lifi 18. maí, 2023, kl. 21:30
Á línunni voru: Stefanía, Guðrún, Sigríður, Vigfús,. Þórdís, Björgvin og Helga kom rétt aðeins inn. Bjarni Haraldsson var á fyrri hluta fundar.
Björgvin setur fund.
Bjarni segir þingi Hela Norde ska leva í Finnlandi, Austurbotni. Verkefnum, m.a. um styrkjamál, mikið fjármagn til staðar. Heimsókn í „Álfabæ“ skóli, sjálfbærni, listsköpun, nýsköpunarmiðstöð. Mikið rætt um orkukreppuna í Evrópu. Uggur yfir stríðinu í Úkraínu. Stefanía, stjórnarfundur HNSL tók ákvörðun um að fara í vinnustofu um framtíðarsýn fyrir samsamt sýnileiki, samstarf hvernig náum við unga f. og til stjórnvalda. Áhersla á að vera með í ákv. stjórnvalda, Nýr formaður finnsku samtakanna, Annsofi. Stefanía verður áfram tengiliður í og Bjarni til vara
Björgvin spyr um þessa þorpshugmynd frá Finnlandi. Stefanía, okkur vantar fjármagn en kannski má byrja smátt. Björgvin, gætum kynnt þetta fyrir sveitarfélögum sem eru með útkjálkaþorp. Bjarni gæti gert nánar skriflega grein fyrir þessum málum.
Sigríður Getur þú, Bjarni, sett teljara á heimasíðuna, Bj. Já.
Aðalfundur: tímasetning, stemmt á 30 sept. eystra, hugmynd um sjálfbærni og tengja málum eystra, bændur, ekki verra að fá fulltrúa sveitarfélaganna (kynna þeim þorpshugmyndina), Vallanes og Gautavík, Djúpavogur?
Björgvin Gætum við sent fyrirspurn á Djúpavog, Valaskjálf, Hallormst ? Bjarni og Vigfús kanna það. Bjarni hverfur af fundi
Systur Gerðuberg í lok mánaðar. Stór hópur kemur 29. maí, fundur 30/5 um kl. 9 lokafundur verkefnisins líklega til hádegis. Viðburður á vegum okkar e.h. kl. 14-16, Plakat klárt Vigfús kynni verkefnið formlega á íslensku – rammi kominn frá Svetlönu. Ath. hvort við gætum fengið kynningu frá EURORESO sem við gengum í í fyrra, Spánverji kynnir það. Er allt í ferli. Hverjir geta verið þarna? Varla Björgvin
Sigríður Þarf að láta nánar um tímabókun í Gerðubergi. Stefanía sendir henni nánar um það. 17 erlendir væntanlega 21 í hádegismat saman og síðdegis/kvöld. Panta strax við komu matinn borða kl. 13-14. Smá kaffihlé kl. 11 (kleinur?). Líklega kl. 9-18. Borgum við hádegismatinn? Líklega ekki en borgum kaffið.
Vilja láta okkur panta veitingahús fyrir hópinn mánudagskvöld og þriðjudagskvöld. Nauthóll, Perlan, ?? Guðrún kannar N.
Önnur mál
Björgvin: Er eitthvað til af peningum til að greiða fyrir þýðingar? Sigr. já, Verður að koma sem kostnaður, skila inn ferðareikningi. Við Sigríður göngum frá þessu.
Stefanía: Fiðrildaverkefnið, fundur nyrðra gekk vel, Kópasker og Raufarhöfn. Þurfum að ganga betur frá kostnaðarmálum verkefnisins. Þetta er svolítið laust í reipunum og fljótandi – mikið um breytingar og nýjar kröfur. Óljóst um markhóp og form á niðurstöðum.
Þýðingu vantar á kynningarpakkanum (sbr. 30/5) frá Svetlönu ramminn. Drög að dagskrá vegna 30/5 Sigríður, Björgvin þarf að vera með í þessum hóp OCH svo hann sé inni í málunum.
Hvað með síðustu fundargerð?
Björgvin slítur fundi 21:30
Vigfús Ingvar Ingvarsson ritaði