Stafrænt uppboð í samvinnu Íslands og Lettlands!

Bjarni HaraldssonFréttir Leave a Comment

Stafrænt uppboð í samvinnu Íslands og Lettlands! Endilega deilið þessu út um allt!! Með vetrarkveðju (hlýrri þó) frá Lettlandi! Með fyrsta snjóinn okkar megin er tilhlökkunin til jólanna í loftinu. Eða ertu farinn að hugsa um hvernig þú getur glatt ástvini þína á Íslandi, hefurðu skipulagt gjafir, útbúið skraut og rætt um það sem er að gerast í kringum hátíðina? Horfðu á myndbandið, kannski er hugmyndin hér? [https://youtube.com/shorts/Qo08ZBicSoM?feature=share](https://youtube.com/shorts/Qo08ZBicSoM?feature=share) Við bjóðum þér á fordæmislausan viðburð sem á sér stað í fyrsta sinn. Óvenjulegt stafrænt uppboð í samvinnu Íslands og Lettlands. Í samstarfi við samstarfsaðila okkar á Íslandi, Landsbyggðin lifi, höfum við safnað 20 uppboðsgripum bæði frá félagsmönnum okkar og nær-og fjærsamfélagi. Hlutir með sögu, gerðir af fólki með mikla alúð og kærleika fyrir verki sínu. Á uppboðinu má sjá prjónavörur, listaverk, skartgripi og trévörur, einstaka hluti sem aðeins eitt eintak er framleitt. Dásamlegar hugmyndir að dýrmætum gjöfum. [https://youtube.com/shorts/78OjQ5NQuV0?feature=share](https://youtube.com/shorts/78OjQ5NQuV0?feature=share) Við viljum þó ekki aðeins styrkja hæfileikaríkt handverksfólk og gera ykkur hamingjusöm, heldur viljum við með þessu uppboði einnig hjálpa til við að gera við aðaldyr Ilzu Evangelísku lútersku kirkjunnar. Þessi kirkja, sem er rétt við landamæri Litáens og Lettlands, er í litlu þorpi þar sem alls konar fólk kemur saman til að halda hátíðir, deila gleði og sorgum og styðja hvert annað. Af hverjum seldum hlut á uppboðinu renna 10% til viðgerðar á útidyrahurð kirkjunnar. [https://youtube.com/shorts/1_rhysQKgK4?feature=share](https://youtube.com/shorts/1_rhysQKgK4?feature=share) Sjáumst því laugardaginn 26. nóvember kl. 10.00 að íslenskum tíma. Látum fara vel um okkur smellum á zoom-hlekkinn hér að neðan: Efni: Lettland-Ísland á uppboði í beinni útsendingu Tími: 26. nóv. 2022 10:00 (að morgni) íslenskur tími Tengjast Zoom-fundinum: [https://us02web.zoom.us/j/89760249804?pwd=dy9vMWJERklwV2VNdDJBalMzYTJQUT09](https://us02web.zoom.us/j/89760249804?pwd=dy9vMWJERklwV2VNdDJBalMzYTJQUT09) Meeting ID: 897 6024 9804 Lykilorð: auction

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *