Símafundur Landsbyggðin lifi 20. okt. 2022

Bjarni HaraldssonFréttir Leave a Comment

Símafundur Landsbyggðin lifi 20. okt. 2022, kl. 20:30

Á línunni voru: Björgvin, Stefanía, Guðrún, Sigríður, Vigfús, Þórdís og Ómar.

Eftirfarandi var tekið til umræðu:

Fiðrildaverkefnið: Stefanía og Hafrún, mágkona þeirra systra, hljóp í skarðið fyrir Guðrúnu í ferðinni til Asturias-héraðs á Spáni. Hafrún verður áfram með í þessu verkefni en hún er með tengsl við Kópasker. Erlendir gestir koma í lok apríl á Kópasker og listamenn koma í ágúst og verða í nærri 3 vikur. Fyrsta greiðsla fyrir þetta verkefni er væntanleg.

Stefanía fór að lokum ein til Siena á Ítalíu – ánægja er með framgang Samfélags-verkefnisins (OCH) – mikið verk fram undan í vetur hjá okkur. Áhersla er á að efla innri tengsl í félagsskap –alls kyns hópefli í Siena. Sagt vera grunnur að samvinnu – að fólk upplifi sig sem hluta af heild. Næsti OCH fundur verður 30.-31. maí í Reykjavík. Ættum að skoða heimasíðu þeirra – fáum aftur sendan hlekkinn inn á hana.

Verkefnið með Norræna félaginu: Sigríður og Stefanía fóru upp í Mosfellsbæ. Þar var fundur í Safnaðarheimilinu – samstarf kirkju og sveitarfélags. Þær kynntu verkefnið fyrir góðum hópi eldra fólks. Spurðu hvað vantaði. Ábendingar komu um viðbætur. Sigríður er í sambandi við konu í Garðabæ með áhuga á kynningu. Hentar að prófa þetta á Reykjavíkursvæðinu. Áhersla á að kynna fólki möguleika á einhvers konar aðstoð varðandi heilsu sem kostar lítið eða ekkert. Seltjarnarnes er möguleiki. Maður í ráðuneyti benti á Lýðheilsusjóð. Þær munu fylgja því eftir.

Margt yngra fólk er utan vinnu – kannski hægt að ná til þess hóp seinna – nýta kerfið sem við höfum þróað. Vandi einnig að ná til þeirra sem lítið hreyfa sig eða eru ekki samfélagslega virk. Væri hægt að vinna með Vinnumálastofnun eða Virk?

Yfirlýsing dreifbýlisþingsins – ERP 2022 hefur verið þýdd (Vigfús). Þarf að fella inn í formið og setja á síður okkar og koma þessu gjarnan til ráðuneyta og þingmanna. Þær tvær skoða dreifingu á þessu plaggi.

Guðrún minnir á ensku bók Vigfúsar sem hentugar til gjafa fyrir útlendinga. Vigfús athugar það. Mikið skipst á gjöfum. Sigríður með flott útskorið Ísland.

Netfundur verður 3 nóv. á vegum HNSL (Hela Norden ska leva): Rætt verður um þróun samtakanna. Síðast var ákveðið að hafa þennan fund um meira og nánara samstarf norrænu þjóðanna.

Af landsbyggðinni: Við þurfum að halda sambandi við Bjarna Haraldsson. Gætum við ekki verið með í verkefni sem hann er að undirbúa – málþingi um geðheilbrigðismál? Vigfús heyrir í honum. Einnig þarf að fylgja eftir uppfærslu á félagaskrám aðildarfélaga LBL (framfarafélaga).

Vigfús Ingvar Ingvarsson ritaði

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *