LBL fundargerð ágúst ´20

Bjarni HaraldssonFréttir Leave a Comment

Símafundur stjórnar samtakanna Landsbyggðin lifi (LBL)  13/8 ´20, kl. 20:30

 

Mættir: Stefanía, Sigríður, Vigfús, Björgvin, Guðrún

Stefanía sendi í dag samantekt um Samstarfsverkefni á döfinni. Tvö erlend verkefni eru samþykkt og komin í vinnsluferli en fjögur eru í umsóknarferli. Tvö innan Erasmus+ áætlunarinnar – annað samþykkt en 4 falla undir Activcitizenfund – ACF.

Búið að undirrita Slóvakíuverkefni með fyrirvara vegna Covid-19. Kynning í Slóveníuverkefni gæti hugsanlega farið fram á netinu.

Hitt verkefnið sem búið er að samþykkja er með þátttöku 8 Evrópulanda, Holland o.fl., var samþykkt i dag – tengt menningu og miðlun (borgaraarfleifð) – þriggja ára Erasmus+ verkefni. Hluti af þeim sem voru með okkur í Skiltaverkefninu standa að þessu.

Í umsóknarferlum er eitt til 3ja ára – í gegnum Spán (Marta) með þátttöku 10 landa, verðum að vera með launagreiðslur (verktakalaun).  Hugmyndin er að við munum tengja þetta Kópaskeri og Egilsstöðum.

Keimlík verkefni og við höfum áður sinnt – getum byggt á reynslu. Þekkjum erlenda samstarfsfólkið.

Óvart 3 verkefni (í stað tveggja) í ferli þar sem við gætum orðið þátttakendur. Þetta tengist Zoom fundi í Lettlandi/Riga. Misskilningur varð, það sem talið var eitt og sama verkefnið reyndist vera tvö verkefni, en aðstandendur þeirra voru konur sem heita sama fornafni. Verkefnin eru öll mjög svipuð, okkar þátttaka byggist að mestum hluta á því að afla upplýsinga, heimsækja félögin og taka á móti aðilum frá Lettlandi og kynna fyrir þeim ýmsa þætti í samfélagsmálum.

Hvað ef við fáum allt í fangið? Ef þetta verður of mikið til að sinna í sjálfboðavinnu, nefndi Stefanía að hún gæti þá hugsanlega minnkað við sig vinnu og ráðið sig í verkefnið.

Norræna félagið Stefanía sendi Ásdísi fyrirspurn um Fund fólksins. Óvíst með tímasetningu en verður syðra. Á síðasta fundi Sigríðar og Stefaníu með Ásdísi mætti einnig Berglind frá Farsæl öldrun og var ákveðið að stefna á verkefni sem mundi snúast um að finna leiðir til að aðstoða fólk við að taka ábyrgð á eigin heilsu.

Margt í óvissu v/ Covid-19  en spurning hvort LBL geti nýtt sér þá þekkingu sem komin er og prófað að hittast á Zoom-fundi?

.

Fleira ekki tekið fyrir

Vigfús Ingvar Ingvarsson, ritaði

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *