Stjórnarfundur LBL – símafundur, 26. sept. 2019, kl. 20:30.
Á línunni eru: Stefanía, Sigríður, Guðrún, Vigfús og Þórdís.
- Lýsa – Rokkhátíð samtalsins, í Hofi á Akureyri, 6.-7. sept. sl., gekk mjög vel. Margir komu að bási okkar LBL fólks og stöðvuðust þar – ekki síst vegna „uppörvunarmiða“ sem fólk gat dregið og sem Sigríður hafði útbúið. Stjórnarfólk skipti sér niður á kynningar, svo sem framtíðarnefndar Alþingis, um öldrunarmál, lífeyrissjóðsmál, sjúkraþjálfun, kynningu á vegum krabbameinsfélags og vegna bókar Þorvaldar Þorvaldsonar um umhverfismál og stjórnmál. Þá vorum við með kynningu á SIGNS-verkefninu og tókum þátt í umræðum um undirbúning að samstarfi með Norrænu félögunum.
Þetta reyndist mjög góður og fjölbreyttur vettvangur til kynninga og samtals. Þarna voru m.a. tveir ráðherrar og annar þeirra (félagsmálaráðherra) staldraði við á okkar bás. Þórdís lenti líka á góðu kaffispjalli með formanni framtíðarnefndar, Smára McCarty. Hugmynd kom upp um að þýða miðana frá Sigríði á ensku og taka með til Spánar – Vigfús skoðar það.
- Unnið hefur verið að kynningarefni vegna SIGNS-verkefnisins, stuttum texta sem tengist svo myndbandi. Fleiri form, veggspjald og fréttabréf. Texti farinn til Hollands. Kynning verður í opnu húsi á vegum Rauða krossins. Þær Stefanía, Guðrún og Sigríður fara til Stokkhólms í nóvember til að kynna SIGNS-verkefnið.
- Spánarferðin á ERP þingið í Candás (frb. Kandass) á Norður-Spáni. 5 fulltrúar fara og þrír makar.
- Önnur mál: Stefanía sækir fund Hela Norden ska leva, í Ósló þann 8. október. Hún mun m.a. leggja áherslu á leit að nýju samstarfsverkefni. Sendir okkur Árna Páls skýrsluna á ensku og til HNSL.
Rætt svolítið um mögulegt samstarf við bændasamtök – sem var fyrir nokkrum árum. Minnst á áhugavert viðtal við Guðríði Baldvinsdóttur bónda í Lóni 2 í Kelduhverfi – á forsíðu Bændablaðsins, 25. júlí sl. – fjallar m.a. um eignarhald á jörðum. Ættum að koma fréttum (fréttatilkynningu) á framfæri við Bændablaðið.
Talað um að fresta frekari skoðun á málefnum eldri borgara fram í janúar.
Fleira ekki bókað.
Vigfús Ingvar Ingvarsson, ritari