Nóvember 2021

landlif2022 Fréttir Leave a Comment

Símafundur samtakanna Landsbyggðin lifi, 18. nóv. ´21, kl. 20:30

Mættir: Stefanía, Sigríður, Guðrún, Vigfús, Þórdís og Björgvin, Ómar og Helga. Fundurinn var í tali og mynd í gegnum messenger.

Dublínarferð: Stefanía og Vigfús fóru 19. okt. á áfangafund verkefnisins um samfélagslega arfleifð. Um 28 verkefni kynnt og flokkuð niður eftir sviðum.  Hópur kemur til Íslands vorið ´23.  Við þurfum að þýða öll verkefnin á íslensku þegar lokaútgáfan er komin á netið.  Erum búin að senda umbeðnar myndir.  Úrvinnsla/aðferðafræði og námskeið verður samstarfsverkefni allra þjóðanna.

Sigríður: Fundur með hittu Jenníu hjá Kvenfélagasambandinu – kynntum henni verkefnið sem við erum að vinna með Norræna félaginu.  Kvenfélagasambandið ákveður síðar í vetur hvort það verður með okkur í verkefni.

Stefanía: Áhugavert væri að fara um landið og kynna þetta – sérstaklega ef kvenfélögin væru komin inn í myndina.  Jenný bent á JCI (Junior Chambers Iceland 16 – 40) sem eru mikið að horfa á samfélagslega þátttöku.  Kannski eitthvað sem við ættum að skoða.

Vigfús benti á nýstofnuð íbúasamtök á Djúpavogi – þarf að kanna hvort við fáum þau ekki inn í LBL.

Vigfús tók þátt í miðannafundi ERP (Evrópska dreifbýlisþingið) – þingið verður í Kielse í Póllandi.  Áhersla t.d. á grænan landbúnað.  Matur, timbur og fleira kemur úr dreifbýlinu.  Umhverfis og loftslagsmál verða ofarlega á dagskrá.

Guðrún: Stelpurnar, sem staddar voru í Danmörku, mættu á fund í Slóvakíu og kynntu LBL með glærum.  Áheyrendur voru eins og eldri bekkir í grunnskóla og kennarar þeirra – góður áhugi.  Fóru svo til Bratislava.  Þar voru þær fyrirvaralaust beðnar að fjalla um valdeflingu kvenna á Íslandi – mikið var spurt.  Seint var upplýst um fundartíma sem leiddi til dýrara flugs og greiðslur taka ekki tillit til fjarlægðar.

Nokkuð rætt um greiðslufyrirkomulag úr erlenda sjóðnum sem við erum að fá greiðslur úr fyrir Slóvakíuverkefnið.

Engar greiðslur berast fyrr en eftir ár vegna verkefnisins um Samfélagslega arfleifð.

Ómar segir okkur frá nýju bókinni um sumargleðina og slíkar samkomur fyrrum hérlendis.

Fleira ekki tekið fyrir fundi slitið 21:30.

Vigfús ritaði

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *