Mars 2022

landlif2022FréttirLeave a Comment

Símafundur Landsbyggðin lifi 10. mars 2022, kl. 20:30

Fundinn sátu: Stefanía, Guðrún, Sigríður, Björgvin, Helga, Vigfús

Formaður býður fólk velkomið á fund

Vigfús og Stefanía voru á zoom-fundi í dag sem var stjórnað frá Lettlandi.  Þetta var undirbúningsfundur fyrir Evrópska byggðaþingið (ERP) sem haldið verður í borginni Kielse í Póllandi 12.-15. september í haust.  Samhliða verður haldið þar sérstakt þing ungs fólks.  Við þurfum að finna ungt fólk til að senda á þetta þing.  Hvað með könnun á fésbók um áskorun á svæðinu  og spyrja um áhuga á þátttöku í Evrópuþingi og taka þar þátt í umræðum með ungu fólki víða að úr Evrópu um málefni dreifbýlisins.

Björgvin: Þurfum að búa til góða færslu og setja inn á fésbók og dreifa sem víðast til að ná til ungs fólks.  Vigfús geri texta og sendi á Björgvin. Hvað með: „Erum við að leita að þér? Þeir félagar munu taka þetta að sér.

Helga segir margt ungt fólk hafa verið að koma heim aftur fyrir Vestan með auknu framboði á fjölbreyttu atvinnu- og námstækifærum.  Og menningar- og afþreyingartilboðum.

Stefanía: Gæti eitthvað af þessu fólki haft áhuga á að útvíkka tengslanetið?  Flugsamgöngur (segir Helga) hafa verið stopular undanfarið – stundum virðist vanta vélar þó að veðri sé kennt um.

Háskólasetur Vestfjarða stendur fyrir áðurnefndri ráðstefnu á Ísafirði (12.-14. maí): Samfélag og náttúra – stál í stál eða hönd í hönd?  Hefðum þurft að hafa einhvern frá okkur þarna.

Stefanía segir að aftur hafi verið fundað með Ásdísi hjá Norræna félaginu.  Við þurfum að búa til vefnámskeið – hvar fæst fjármagn?  Er enn að reyna að ná tengslum við kvenfélagasambandið. Málið er hreyfing, svefn og mataræði. Er að reyna að ná sambandi við Rannís.

Helga segir frá konu á Suðureyri sem er í stjórn kvenfélagasambandsins. Hún heitir Bryndís Ásta Byrgisdóttir.

Hela norden skal leva var með fund verður með fund 1. og 2 sept. í Færeyjum?

Stefanía er að fara til Spánar á áfangafund samfélags-verkefnisins. [Ekki varð af þeirri fór vegna covid-veikinda] Hún segir að það verði tekið fyrir á mánudag hvort við fáum aðild að Euro… samstarfsnetinu sem við sóttum aðild að.

Fundi slitið kl. 21:15

Vigfús Ingvar Ingvarsson, ritaði

 

 

Ungt fólk til Póllands  …

 

 

 

 

Rætt um ýmsan byggðavanda: Margir bæir hafa ekki farsímasamband og sumir ekki fastlínusamband heldur. Dalir og Vestfirðir nefndir í þessu sambandi sbr. grein í Bændablaðinu (Fimmtudag, 10/2, bls. 10).

Helga segir að þeir sem undirbjuggu virkjun í Súgandafirði hafi þurft að greiða 9 milljónir í leyfisgjöld áður en byrja mátti á framkvæmdum.

Athuga mætti vinnustofu um samgöngumál, nettengingar og raforkuþörf á ýmsum svæðum.

Fundur um byggðamál er boðaður á Ísafirði 12.-14. maí. Dýrmætt að fá mætingu frá okkur.

Verkefnið um samfélagslega arfleifð: Í Skýrslu um aðferðafræði vekur það nokkra undrun hvar skýrsluhöfundur (Katerina) hafi fengið upplýsingar um Citzen Foundation á Íslandi sem átti hugmyndina að vefverkefninu Betri Reykjavík og kom því upp. Við þurfum að lesa þessa skýrslu betur.

Staðan á verkefninu: Vigfús er að þýða eitthvað af 28 verkefnum. Stefanía hefur gert þýðingartilraun – áhugavert verkefni frá Búlgaríu –  sendi það á okkur í dag. Næsti fundur verkefnisins verður í Valencia á Spáni – Stefanía og maður hennar fara þangað (15.-16. mars).

Lettlandsverkefni: Við eigum von á fólki frá Lettlandi um mánaðamótin apríl maí en Stefanía og Guðrún fara til Lettlands í lok mars. Vilja ræða um framhald þessa verkefnis (efla samfélagsþátttöku ungs fólks). Væri hagt að kynna þeim verkefni okkar um upplýsingabanka um viðhald heilsunnar?

Byggðaþing í Svíþjóð – 20.-22. maí – einhver eða einhverjir ættu að fara frá okkur.

Háskólinn á Akureyri hefur gefið út bráðabirgðaskýrslu um möguleika á styttingu vega á Norðurlandi.

Fleira ekki tekið fyrir. Fundi slitið um kl. 21:30

Vigfús Ingvar Ingvarsson ritaði

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *