Maí 2021

landlif2022Fréttir Leave a Comment

 

Símafundur samtakanna Landsbyggðin lifi, 20. maí ´21, kl. 21:00

Mættir: Stefanía, Sigríður, Guðrún, Vigfús og Björgvin. Fundurinn var í gegnum messenger.

Stefanía: Fundur verður 31. maí í samfélagsverkefninu. Þá verður ákveðið hvaða verkefni verða tekin með. Þá skýrist væntanlega hvaða vinna liggur fram undan hjá okkur. Verðum að fara austur ef Djúpavogsverkefnið verður valið og m.a. til að ræða við þau um kynningarefni sem þau eiga.

Um hitt verkefnið er það að segja að þau koma í ágúst frá Slóvakíu – vilja einhvern frá okkur þangað í haust, e.t.v. frá Hamrinum í Hafnarfirði. Covid mál eru enn erfið hjá þeim. Systurnar ætla að hitta þau í Hafnarfirði á næstunni.

Sigríður segir frá fundi með Elísabetu Reynisdóttur, sem er næringarfræðingur um hreina holla fæðu. Munum fá frá henni nánari hugmyndir sem gætu verið grundvöllur fyrir samvinnu. Hún starfar í Heilsuvernd. Áður var fundur með Ásdísi hjá Norræna félaginu – rætt var um verkefni um að taka ábyrgð á heilsu sinni til að halda henni sem lengst.

SÍBS er með námskeið á netinu um hreyfingu – ódýrt form. Það gæti verið svipað form á verkefninu sem við erum að vinna að með Norræna félaginu, þ.e. vefsíða.

Aðalfundurinn: Björgvin leggur til að hann verði á netinu. Losnum við dýrt húsnæði og fáum líklega fleiri en ella. Þetta almennt samþykkt – ekki fyrr en í september. Getum verið búin að senda út ársreikningana áður í netpósti.

Björgvin: Við ættum að hittast þegar við erum á ferðinni. T.d. hafa samband við þau á Dalvík eða í Reykjavík.

Hafa næsta fund snemma í júní. Þá m.a. reyna að dagsetja aðalfund. Þær syðra ætla að hitta Ásdísi fljótlega. Fundur fólksins er enn á dagskrá í byrjun sept. Við ættum kynna samstarfsverkefnið þar og jafnvel Evrópuþingið. Fundurinn verður minni og látlausari en áður.

Fleira ekki tekið fyrir

Vigfús Ingvar Ingvarsson skráði

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *